Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku í Ţingvallasveit

Set hér inn minningargrein sem Ríkarđur Jónsson myndhöggvari skrifađi um frćnda minn Hjört Björnsson frá Skálabrekku í Ţingvallasveit og birtis í Tímanum 30 apríl 1942.  Hjörtur var bróđursonur Friđriks Hanssonar langafa frá Hćkingsdal í Kjós, og lést ađeins 46 ára gamall úr berklum.  Ég man eftir myndum á ćskuheimili mínu af gömlu fólki í fallegum útskornum myndarömmum sem voru verk Hjartar.

Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku var jarđsunginn í Fossvogi í gćr.  Hann var fćddur á Skálabrekku í Ţingvallasveit 21. mars 1896, sonur hjónanna Björns Ólafssonar og Jakobínu Ţorsteinsdóttur, er bjuggu ţar lengi.Hjörtur ólst upp á Skálabrekku til fullorđinsára, en réđist síđan til myndskurđarnáms hjá undirrituđum haustiđ     og lauk sveinsprófi eftir fjögra ára nám.  Vann hann fyrir sér á sumrum en stundađi námiđ á vetrum, var auk ţess einn vetur í Kaupmannahöfn og lćrđi gibsaraiđn og ađ námi loknu lagđi hann hvort tveggja fyrir sig jöfnum höndum, unz heilsa hans ţraut.Hjörtur var óvenjulega miklum hćfileikum gćddur.  Hann var hagur vel, og listhneigđur, en ţađ var ţó ekki hans sterkasta gáfa.  Ađalgáfa hans voru á sviđi sögu og náttúruvísinda og ađ ţví leiti fannst mér alltaf hann vera á rangri hillu, sem kallađ er.  Hann var ţegar á unga aldri alveg undra fróđur mađur, og var frćđileikur hans yfirgripsmikill og margţćttur, svo ađ ég minnist ekki ađ hafa kynnst  jafn fjölfróđum unglingi.  Hann hlýtur ađ hafa lesiđ kynstrin öll í ćsku og minniđ var óvenjulega skarpt.  Hann hafđi einnig frábćra athyglisgáfu á öllu, sem hann heyrđi og sá.  Ţessum mikla fróđleik fylgdi og skemmtileg og glađvćr frásagnargáfa, blandin drjúgum skerf af kímni.  Hefi ég margra glađra stunda ađ minnast frá námsárum Hjartar.  Hagmćltur var hann vel og ljóđkćr, hafđi nćman smekk fyrir móđurmáli sínu og reyndist ritfćr međ ágćtum, svo sem bók hans ,, Sumar á fjöllum,, ber órćkan vott um.  Ţar er mikinn fróđleik og ósvikna hrifningu fyrir íslenskri sveita og fjallasćlu ađ finna, enda hafđi hann sára ţrá til fjallanna er mold fór ađ gróa, enda ferđađist hann um fjalllendi hér sunnan og suđvestanlands eftir ţví sem hann frekast gat.  Ţađ hygg ég ađ hafi veriđ hans ađalyndi og sćla ţessa lífs.   Hjörtur var einnig gćddur skemmtilegum leikarahćfileikum og átti afar létt međ ađ hafa hamskipti.Fyrir nćrri heilum tug ára yfirbugađist Hjörtur af berklaveiki, og varđ hann í öll ţau ár ađ heyja látlaust stríđ viđ ţá veiki, er loks varđ honum ađ aldurtila hinn 25 apríl.  Öll ţau ár sem Hjörtur dvaldist á heilsuhćlum, fékk hann ađ hafa smíđakompu, ţar sem hann skar út ýmsa muni, ţegar heilsan leyfđi og mun ţađ hafa létt honum ađ verulegum mun hiđ ćđrulausa stríđ.Ţađ var alltaf gleđi og fróđleikur ađ návist Hjartar Björnssonar, ţví er söknuđur ađ fráfalli ţessa merka manns.Ríkarđur Jónsson.

 


Ćttfrćđi - framćtt Guđlaugar Helgu Hafliđadóttur

Hér rek ég framćtt móđurömmu minnar, Guđlaugar Helgu Hafliđadóttur f. 1877-1941 frá Sverri Sigurđarsyni Noregskonungi. 

Sverrir konungur var sonur Sigurđar ,, munns,, Haraldssonar, Noregskonungs og Gunnhildar Sigurđardóttur.  Afi Sverris var Haraldur ,,gilli,, Noregskonungur, Magnússonar, ..berfćtts,, Ólafssonar Noregskonungs. 

1.  Sverrir Sigurđarson Noregskonungur f. um 1157-4.3.1202

     m. Ástríđur Hróarsdóttir ( Astrid Roesdatter) hjákona.

2.  Hákon Sverrisson Noregskonungur f. um 1178

     m. Inga frá Vartegi

3.  Hákon Hákonarson (hinn gamli) Noregskonungur f.um 1204-14.12.1263

     m. Kanga hin unga (hjákona)

4.  Cecilía Hákonardóttir, síđar drottning Manar og Suđureyja ( um 1248)

     m. Herra Gregorius (Gregorius Andresson) riddari. lenndur mađr. f.um 1200

5.  Sigríđur Gregoríusdóttir, kanslara og barónsfrú í Noregi f. 1240

     m. Gauti Erlingsson, kanslari Noregs og barón af Tolga

6.  Hákon Gautason, hirđmađur á Refi í Noregi (um 1260-1304)

     m.Hólmfríđur Erlingsdóttir, húsfrú á Refi

7.  Margrét Hákonardóttir, prófastfrú í Björgvin í Noregi f. 1285

     m. Ţorsteinn (míta) Hallgrímsson, prófastur viđ Postulakirkjuna í Björgvin

8.  Öndundur Ţorsteinsson, ađ öđru leiti óţekktur f. 1315

9.  Hólmfríđur Öndundardóttir, húsfreyja á Dal í Rennisey, gift 2.6.1366

     m. Ingimundur Óţyrmisson, bóndi í Dal á Reynnisey á Rogalandi

10. Guđríđur Ingimundardóttir, hirđstjórafrú á Strönd í Selvogi fćdd í Noregi 1374

     m. Vigfús Ívarsson (Hólm) hirđstjóri 1390-1413  fćddur 1350-1402

11. Margrét Vigfúsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum, f.1406-1486

     m. Ţorvarđur Loftsson,,ríki,, höfđingi og stórbóndi á Möđruvöllum f.1410-1446

12. Guđríđur Ţorvarđardóttir, sýslumannsfrú í Teigi í Fljótshlíđ og Strönd f. 1440

     m. Erlendur Erlendsson, sýslumađur í Rangárţingi f. um 1430-1495

13. Vigfús Erlendsson, hirđstjóri og lögmađur ađ Hlíđarenda í Fljótshlíđ f.1466

     m. Guđrún Pálsdóttir, húsfreyja ađ Hlíđarenda f. 1480

14. Guđríđur Vigfúsdóttir, húsfreyja í Ási, Holtum f. 1495-1570

     m. Sćmundur ,,ríki,, Eiríksson, Lögréttumađur í Ási, Holtum f. 1480-1552

15. Guđrún Sćmundsdóttir, húsfreyja á Hlíđarenda í Fljótshlíđ f.1520-1596

     m. Árni Gíslason, sýslumađur á Hlíđarenda f. 1520-1587

16. Ingibjörg Árnadóttir, húsfreyja á Innra-Hólmi, Akraneshreppi f. 1550-1633

     m. Gísli Ţórđarson, Lögmađur sunnan og vestan, Innra-Hólmi f. 151545-1619

17. Ástríđur Gísladóttir, húsfreyja á Haga, Barđaströnd f.1583-1644

     m. Jón ,,eldri,, Magnússon, sýslumađur í Dalasýslu, bjó á Haga. f.1566-1641

18. Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Bć í Hrútafirđi, f.1615-1703

     m. Ţorleifur Kortsson, lögmađur á Bć í Hrútafirđi. f. 1615-1698

19. Ţórunn Ţorleifsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum f.1655-1696

     m. Lauritz Hanson Scheving, Sýslumađur í Vađlaţingi, bjó á Mörđuvöllum. f.1664-1722

20. Hannes Lauritzson Scheving, Sýslumađur á Munkaţverá í Eyjafirđi. f. 1694-1726

     m. Jórunn Steinsdóttir, biskups, húsfreyja ađ Munkaţverá f. 1699-1775

21. Ţórunn Hannesdóttir Scheving, húsfreyja á Reynistađ í Skagafirđi f. 1718-1764, giftist síđar Jóni Steingrímssyni, ,,eldpresti,,

     m. Jón Vigfússon, Klausturhaldari á Reynistađ í Skagafirđi f. 1705-1752

22. Karítas Jónsdóttir Scheving, húsfreyja ađ Vatnsskarđshólum í Mýrdal f.1750-1800

     m. Ţorsteinn Eyjólfsson, bóndi ađ Vatnsskarđshólum f. 1746-1834

23. Karítas Ţorsteinsdóttir, húsfreyja ađ Brekkum í Mýrdal f. 1788-1844

     m. Jakob Ţorsteinsson, bóndi ađ Brekkum III í Mýrdal f. 1778-1851

24. Ţorsteinn Jakobsson, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1812-1855

     m. Helga Ţórđardóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1815

25. Guđrún Ţorsteinsdóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1849-1881

     m. Hafliđi Narfason, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1838-1895

26. Guđlaug Helga Hafliđadóttir, húsfreyja í Dalseli, Eyjafjallahr. 1877-1941

     m. Auđunn Ingvarsson, kaupmađur og bóndi í Dalseli f. 1869-1961

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ćttfrćđi - framćtt Bjarna Jónssonar í Ţorkelsgerđi

Set hér inn ćttrakningu föđur míns frá Sverri Noregskonungi til okkar, ţar sem fćrslan fer sjálfrafa inn á Fésbókina mína og ţađan í ćttarhópinn.

Ćtt rakin frá Sverri Sigurđarsyni, Noregskonungi til Bjarna Jónssonar föđurafa okkar:

Sverrir konungur Sigurđarson varđ frćgastur fyrir ţá sérstöđu međal Noregskonunga, ađ ná völdum sem hann hafđi sannarlega erfđ til, međ ađstođ jarđnćđislausra og kúgađra bćnda (Birkibeina) sem hann virkjađi og stjórnađi til sigurs síns og ţeirra (1177-1184)

Sverrir konungur var sonur Sigurđar ,,munns,, Haraldssonar, Noregskonungs og Gunnhildar Sigurđardóttur. Afi Sverris var Haraldur ,,gilli,, Noregskonungur, Magnússonar ,,berfćtts,, Ólafssonar Noregskonungs.  Ţess má geta ađ Ţóra dóttir Magnúsar ,,berfćtta,, var Ţóra, sem giftist Lofti presti í Odda, Sćmundssonar fróđa.  Komu ţau til Íslands 1135 međ Jón son sinn 11.ára síđar gođorđsmanns í Odda.  Höfđu ţau ţá búiđ í um 12 ár ađ Konungshellu í Noregi. En hér er ćttartalan:

1. Sverrir Sigurđarson Noregskonungur, f. um 1157-4.3.1202
    m. Ástríđur Hróarsdóttir, ( Astrid Roesdatter) hjákona .
2. Hákon Sverrisson Noregskonungur f. um 1178-
    m. Inga frá Vartegi
3. Hákon Hákonarson (hinn gamli) Noregskonungur f.um 1204-14.12.1263    

 m. Kanga hin unga (hjákona)
4. Cecilía Hákonardóttir, síđar drottning Manar og Suđureyjar (um 1248)
    m. Herra Gregoríus (Gregorius Andresson) riddari, lenndur mađur f. um 1200-

5. Sigríđur Gregoríusdóttir Kanslara og barónsfrú í Noregi f. 1240
    m. Herra Gauti Erlingsson Kanslari Noregs 1276, Baron til Tolga

6. Hákon Gautason hirđmađur á Refi í Noregi (um 1260-1304)
    m. Hólmfríđur Erlingsdóttir, húsfrú sama stađ
7. Margrét Hákonardóttir, prófastfrú í Björgvin í Noregi, f. 1285
   m. Ţorsteinn (míta) Hallgrímsson, prófastur viđ Postulakirkjuna í Björgvin
8. Önundur Ţorsteinsson, ađ öđru leiti óţekktur f. 1315
9. Hólmfríđur Önundardóttir. húsfreyja á Dal í Rennisey, gift 2.6.1366
    m. Ingimundur Óţyrmisson, bóndi í Dal á Rennisey á Rogalandi
10. Guđríđur Ingimundardóttir, hirđstjórafrú á Strönd í Selvogi, fćdd í Noregi 1374 -1436
       m. Vigfús Ivarsson (Hólm) hirđstjóri 1390-1413. f. 1350-1420
11. Margrét Vigfúsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum, f.1406. d. 1486
      m. Ţorvarđur Loftsson ,,ríki,, höfđingi, stórbóndi á  Möđruvöllum  f.1410-1446

12.  Guđríđur Ţorvarđardóttir, sýslumannsfrú í Teigi, Fljótshlíđ og Strönd f.1440

        m. Erlendur Erlendsson, Sýslumađur í Rangárţingi f. um 1430-1495

13.  Ţorvarđur Erlendsson, lögmađur á Strönd í Selvogi f.1446-1513
       m. Margrét Jónsdóttir, systir Stefáns biskups, lögmannsfrú á Strönd f.1465
14.  Erlendur Ţorvarđsson, lögmađur á Strönd, f. 1490-1576
       m. Ţórunn Sturludóttir, frá Stađarfelli í Dölum, gift 1525
15.  Guđbjörg Erlendsdóttir, sýslumannsfrú f.1530
       m. Jón Marteinsson biskups, sýslumađur í Vađlaţingi, Rangárţ. d.1604
16.  Sólveig Jónsdóttir, sýslumannsfrú ađ Nesi viđ Seltjörn f. nál. 1560
       m. Hákon Björnsson, sýslumađur ađ Nesi viđ Seltjörn, f. 1560-14.4.1643
17.  Ţórunn Hákonardóttir, húsfreyja ađ Skógum undir Eyjafjöllum  f. 1580
       m. Kort Ţormóđsson, klausturhaldari ađ Skógum undir Eyjafjöllum f.um 1580
18.  Katrín Kortsdóttir, prestfrú í Arnarbćli í Ölfusi f. nál .1620 gift 1644.d.1675
       m. Jón Dađason, prestur í Arnarbćli í Ölfusi  f.1606-3.1.1676

19.  Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Háeyri Eyrarbakka og víđar. f.um 1648

      m. Bergur Benediktsson, lögréttumađur í Árnesţingi, bjó á Háeyri. f.1642
20. Ţorlákur Bergsson, hreppstjóri á Stóra Hrauni, Eyrarbakka f.1670 -1707
      m. Guđný Ţórđardóttir, húsfreyja ađ Stóra Hrauni, Eyrarbakka f. 1676-1734
21. Bjarni Ţorláksson, óđalsbóndi ađ Öndverđarnesi, Grímsnesi f. um 1703
      m. Ólöf Arngrímsdóttir, prests í Fljótshlíđarţingum, húsfreyja í Öndverđarnesi f. 1703
22. Arngrímur Bjarnason, bóndi í Bakkarholti Ölfusi um 1739 d. 29.1.1799
      Guđrún Jónsdóttir, húsfreyja í Bakkarholti f. 1749
23. Ingibjörg Arngrímsdóttir, húsfreyja ađ Nýabć og Króki Ölfusi f.1792-1863
      m. Jón Jónsson, bóndi ađ Króki og Ţorgrímsstöđum Ölfusi f. 1792-1863
24. Jón Jónsson, bóndi ađ Króki og Ţorgrímsstöđum, Ölfusi f.1832-1882
      m. Valgerđur Gamalíelsdóttir, húsfreyja í Króki og Ţorgrímsstöđum f. 1837-1881
25. Bjarni Jónsson, bóndi í Ţorkelsgerđi í Selvogi f. 22.8.1877 d.22.4.1935
      m. Ţórunn Friđriksdóttir, ljósmóđir og húsfreyja í Ţorkelsgerđi f.6.10.1899 d.25.3.197526.

 26.  Konráđ Bjarnason, frćđimađur f. 25.7.1915 -d. 21.8.2000
      m. Guđrún Ingibjörg Auđunsdóttir, húsmóđir f. 2.6.1918 d.1.5.1987
27. Guđlaug Helga Konráđsdóttir f. 20.02.1952

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Enn syngur vornóttin..

 Vornótt í Reykjavík

Ţađ er óvenjulegt ađ fá svona veđurblíđu í maímánuđi á seinni árum  Ég verđ sentimental og hugsa um ljóđ Tómasar Guđmundssonar um vornóttina:

 ,Enn syngur vornóttin vögguljóđ sín.

Veröldin ilmar, glitrar og skín.

Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg.

Öldurnar sungu sig sjálfar í dá.

Síđustu ómarnir ströndinni frá

hurfu í rökkurró.

Mannstu ţađ ást, mín, hve andvakan var

yndisleg forđum ? Hamingjan bar

ljóđ okkar vorlangt á vćngjum sér.

Brosmilt og ţaggandi lágnćttiđ leiđ.

Ljósiđ, sem dagsins á tindunum beiđ,

fann ţig í fangi mér.

Vaki ég enn međan vornóttin skín.

Veit mig ţó bundinn annari sýn.

Stundir, sem hníga í haustsins slóđ,

láta viđ eyrum mér andvöku hljótt.

Öđrum en ţér flytur voriđ í nótt

ilm sinn og ástarljóđ.

 

 

 


Veikindafrí

Uppskurđur

Ţađ er best ađ setja hér inn á bloggiđ framhald sjúkrasögu minnar á ţessu herrans ári 2009.  Ég hef sem sagt fariđ til taugaskurđlćknis, sem sýndi mér myndirnar af brjósklosinu mínu.  Ţađ er merkilegt ađ sjá ţetta í tölvunni og hćgt ađ stćkka og snúa myndunum á alla kanta.  Hann ráđlagđi mér eindregiđ ađ láta fjarlćgja ţetta, ţar sem ţađ ţrýstir á taugar sem liggja niđur í fót.  Vildi helst taka mig í ađgerđ strax í vikunni á eftir, en ég var ekki tilbúin einhvernvegin.  Ađ leggjast undir hnífinn er eitthvađ svo mikil ákvörđun.  Svo hugsađi ég máliđ.  Ég hef tekiđ verkjalyf og svo lyf sem taugaskurđlćknirinn skaffađi og hef međ ţví móti getađ unniđ svona nćstum allan daginn.  En ekki allan. Ţegar klukkan er langt gengin ţrjú á daginn, er ég alveg búin og fer heim.  Ţađ er engin framtíđ í svona lífi og ég játađi mig sigrađa og hringdi í lćkninn á miđvikudaginn.  Hafđi fengiđ mikla hvatningu frá ćttingjum og vinum um ađ láta bara drífa í ţessu.  Lćknirinn var ekkert ađ tvínóna viđ ţetta og ég var bođuđ í innskrift í dag og uppskurđ á mánudaginn, takk fyrir.   Ég mćti eldsnemma og fer heim daginn eftir.  Ţarf síđan ađ vera heima í 4-6 vikur.  Hef bara hugsađ mér ađ hafa tölvuna hjá mér í rúminu og get ţá svarađ pósti og svona.   Sick

Ég fór međ litlu ömmudrengina mína á Kardemommubćinn ţann 15 mars s.l. og ţađ var algjört ćvintýri ađ vera međ ţeim í leikhúsinu og sjá ţessa frábćru sýningu.  Viđ vorum á 2. bekk og ţeir skemmtu sér konunglega. Sá elsti hafđi mestan áhuga á hljómsveitinni í gryfjunni, enda vel í návígi,  sá yngsti var hálf skelkađur viđ ljóniđ en miđdrengurinn bara elskar leikhús.  Augun ljóma og hann drekkur í sig allt sem fram fer á sviđinu.  Bara ógleymanleg leikhúsferđ Smile

Kardemommubćrinn

Kćru vinir og vandamenn - hafiđ ţađ sem best og njótiđ páskanna. 


Brjósklos

Bakverkurinn

Ţá er búiđ ađ finna út hvađ er ađ bakinu mínu. Ég fór sem sagt til sérfrćđingsins og hann sendi mig í segulómun og röntgen.  Honum fannst ţessar myndir úr tölvusneiđmyndartćkinu ekki ná yfir allt bakiđ.   Niđurstađan úr ţessari segulómun er, ađ ég er međ stórt brjósklos milli 2 og 3 lendarliđar. Ţessi elskulegi lćknir sendi mér póst um niđurstöđuna í dag og hringdi svo í kvöld heim til mín.   Hann vill láta fjarlćgja ţađ og tćknin í dag er víst orđin svo mikil ađ taugaskurđlćknar gera gat á bakiđ og búmmm ! fariđ ! Frown    Sérfrćđingurinn minn gerir ekki ţessa ađgerđ sjálfur en ćtlar ađ senda beiđni til taugaskurđlćknis um ađ taka viđ mér.   Eftir ađ hafa veriđ frekar heilsuhraust alla tíđ er skrýtiđ ađ vera ađ ganga á milli lćkna í margar vikur.  Eitthvađ svo óraunverulegt.  En verkirnir eru svo sannarlega raunverulegir og ţreytandi.  

Ég nenni ekki ađ tala meira um ţetta, en fannst ágćtt ađ setja ţetta hér niđur á bloggiđ mér til minnis um dagsetningar upp á seinni tíma.

Set hér inn mynd af ömmudrengjunum mínum. Hún gleđur mig í hvert sinn sem ég skođa hana.Smile

Stoltir strákar

 

 


Í byrjun Góu

Fjallkonan 1866

Síđasta bloggfćrsla var skrifuđ á konudaginn eđa fyrsta dag góu. Góa hefst í átjándu viku vetrar og voru veđrabrigđi oft kennd viđ ţessi tímamót.  Ţađ er merkilegt ađ Sighvatur Árnason alţingismađur, góđvinur afa í Dalseli, gerđi veđurathuganir á árununum 1840 - 1900 og birti í Skírni 1907.  Ţar segir hann um ţennan veđurspádóm:

Ţau árin, 6 ađ tölu, á ţessu árabili, sem Góan var einmuna góđ, stundum greri jörđ, ţá rćttist ţetta ţannig, ađ tíđarfariđ breyttist alltaf til hins verra á nćstu mánuđum (Einmánuđi og Hörpu) en ţó einkum 3 árin í alvarleg harđindi.

Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ kalt á öskudaginn. Allavega var ömmudrengnum mínum ţađ kalt ađ hann var ekkert lengi í ţessum sníkjum, sem eru víst orđin hefđ á Íslandi ađ bandarískum hrekkjavökusiđ.  Ţađ er sagt ađ öskudagur eigi sér átján brćđur og víst er ađ nú er kalt í Hlíđunum allavega.  

Vikan hefur veriđ alveg ţokkaleg međ hefđbundnum matseđli föstuinngangs fram á fimmtudag, en ţá var pasta og pizza í kvöld.   Hvernig hćgt er ađ stökkva svona úr íslenskum ţjóđarréttum yfir í ţá ítölsku  er mér hulin ráđgáta.  En svona var ţetta samt.  Bakiđ er enn ađ drepa mig og ég verđ vođa fegin ađ fara í seinni myndatökuna á miđvikudaginn og fá ţá niđurstöđu um međferđ.  Ég er hundţreytt á ţessum stöđugu verkjum, en herđi upp hugann og hugsa um fólk sem á miklu meira bágt en ég.  Dóttir mín gaf mér bók í afmćlisgjöf sem ég er ađ byrja ađ lesa.  Hún heitir ,, A purpose driven life,, eftir Rick Warren og hefur veriđ ţýdd á íslensku undir heitinu  Tilgangsríkt líf.  Ég hef nú mest lesiđ krimma og ćvisögur undanfariđ ţannig ađ ţetta er ágćtis tilbreyting. 

Í tilefni konudagsins á sunnudaginn var og í byrjun Góu, er viđ hćfi ađ setja inn Minni kvenna eftir ţjóđskáldiđ Matthías Jockumson:

Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móđir, kona, meyja,
međtak lof og prís!
Blessađ sé ţitt blíđa
bros og gullin tár;
ţú ert lands og lýđa
ljós í ţúsund ár!

Ćtla ađ hafa ţađ rólegt um helgina og hugsa inná viđ.Smile


Sunnudagsblogg í föstuinngangi

 

Afmćlisblóm 

Í dag er konudagur og sunnudagur fyrir föstuinngang.  Ég fékk ekki blóm í dag en auđvitađ á ég enn blóminn sem ég fékk á föstudagsmorguninn.  Yndislegur blómvöndur međ rósum og kóngaliljum og hann mun gleđja mig fram í nćstu viku sem kennd er viđ föstuinngang međ bolludegi, sprengidegi og öskudegi.   Ţađ má rekja ţessa föstugleđi til kaţólsku kirkjunnar og tengist kirkjulegri iđrun.  Menn gengu fram fyrir prest sem dreifđi ösku yfir kirkjugesti og var tilgangurinn ađ afmá syndir viđkomandi. Ţeir sem voru hrćddir um ađ fá ekki fyrirgefningu synda sinna, flengdu sig međ vendi.   Langafasta var ţá tími föstu og hugleiđinga um bćtt líferni.  Ekki mátti borđa kjöt í föstumánuđinum og haldnar voru kjötkveđjuhátíđir um allan hinn kaţólska heim.  Svo er enn í dag.

Ég mun ađ sjálfsögđu kaupa bollur í dag, ţví ég er ekki mjög flink í vatnsdeigsbollu bakstri.  Svo verđa bollur í kvöldmatinn annađ kvöld.  Ég er ekki búin ađ ákveđa hvort ég verđ međ fiskibollur eđa kjötbollur.  Ţá ţarf ađ útvega sér gott saltkjöt fyrir ţriđjudaginn og leggja baunir í bleyti.  Kannski ţarf ekkert ađ leggja ţessar baunir í bleyti lengur, ég bara geri ţađ af ţví ađ mamma gerđi ţađ alltaf.   Ég set hvítlauk og beikon í baunasúpuna, nokkuđ sem mamma hefđi aldrei gert en mér finnst gott.  Eftir ţessa veisludaga á mađur náttúrlega ađ borđa eingöngu fisk fram ađ páskum , en ég klikka alltaf á ţví. 

Farin út ađ kaupa bollur og saltkjöt Smile

Karnival í Rio

 


Verkjavćl ofl

Mikael Jafet bronsverlaunahafi í Judo

Ég hef ekkert bloggađ um daglegt líf undanfariđ.  Ástćđan er sú ađ ég get svo lítiđ setiđ viđ tölvuna vegna baksins og samkvćmislífiđ er í aljöru fríi.  Búin ađ fara í tölvusneiđmyndatöku og fer til bćklunarlćknis á fimmtudaginnSick Virđist sem ţetta sé eitthvađ liđbolaskriđ en ţađ kemur betur í ljós ţegar ég hitti sérfrćđinginn. Ţađ er ótrúlegt ađ upplifa ţađ ađ geta bara ekki gert hvađ sem er. Og alltaf ţessi brennandi sársauki, svona eins og vondir verkir í baki ţegar mađur fćđir barn Blush En nóg um ţađ,  margir eru miklu verr haldnir en ég.  Lífiđ gengur sinn vanagang ţrátt fyrir allt.  Ömmudrengurinn minn tíu ára, vinnur til verđlauna á hverju júdómótinu á fćtur öđru.  Hann byrjađi í haust og hefur náđ ótrúlegum árangri finnst stoltri ömmunni.  Menningarviđburđir hafa fariđ framhjá mér,  en stefnt er ađ ţví ađ fara međ alla drengina á Kardimommubćinn 15 mars.  Móđir ţeirra var glađur ţátttakandi í ţeirri frábćru sýningu fyrir 25 árum og ég bíđ spennt eftir upplifun drengjanna á ţessu frábćra leikriti Egners.

Ég hef hins vegar legiđ á hitapoka og horft á Inspector Morse diskasafniđ mitt til skiptis viđ Húsbćndur og Hjú.  Ţá á ég von á ađ taka nćst fyrir Löđur ţćttina sem ég hlakka til endurnýja kynnin viđ.  Ég bara get ekki horft á ţessar niđurdrepandi fréttir af stjórnmálunum og efnahagsumrćđu  dag eftir dag.  Flý frekar veruleikan um stund međ ţví ađ hverfa aftur í tímann og horfi á ţessa gömlu gullmola.  Ég vćri samt alveg til í ađ fara til Tenerife í viku - ef einhver vildi bjóđa mér Smile  Ćtli séu ekki til svona ferđir til baklćkninga ?Wink   Ég fer í vinnuna á hverjum degi en oftast er ég alveg búin á ţví um hádegi, hef ţá fariđ heim og skellt í mig verkjatöflum og sofnađ.

Nú er ég nýkomin heim, tók töflu og fer í rúmiđ.....ZZZZZ

 


Afi í Dalseli

                                                            

Afi í Dalseli

Móđurafi minn, Auđunn Ingvarsson var fćddur í Neđra Dal, V-Eyjafjallahreppi 6. ágúst 1869.  Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Hallvarđsson f. 8.1.1839 bóndi ađ Neđra Dal og Ingibjörg Samúelsdóttir f. 26.11.1836.  Ingvar Hallvarđsson var ćttađur úr Mýrdalnum en Ingibjörg Samúelsdóttir var frá Syđstu Mörk.  Föđurafi Ingibjargar Samúelsdóttur var Páll Árnason f. 1787 ţjóđhagasmiđur sem kallađur var ,, hinn dverghagi,, bóndi í Syđstu Mörk og Hamragörđum undir Eyjafjöllum.

Auđunn ólst upp í Neđra Dal ásamt systkinum sínum,  en hann var nćst elstur fjögra alsystkina sinna.  Hann var snemma athugull og hélt veđurdagbók frá tíu ára aldri og alla ćfi.  Dagbćkur hans eru nú varđveittar ađ Hérađasafninu ađ Skógum.    Auđunn kvćntist 1897 Guđrúnu Sigurđardóttur frá Seljalandi f. 1874, en Guđrún lést eftir tveggja ára hjónaband.  Ţeirra sonur var Markús f. 1898 sem var á öđru ári er móđir hans lést.  Mikill harmur var kveđinn ađ Auđunni viđ missir eiginkonunar og fluttist hann međ son sinn og Ingibjörgu systur sína ađ Neđra Dal í Biskupstungum.  Hann undi sér ekki lengi í Tungunum og seldi jörđina ári síđar og festi kaup á jörđinni Eyvindarholti undir Eyjafjöllum.  Hann hafđi makaskipti á ţeirri jörđ viđ Sighvat Árnason, alţingismann og fékk Dalsel í stađinn. 

Auđunn gerđist brátt umsvifamikill bóndi í Dalseli og áriđ 1902 kvćnist hann Guđlaugu Helgu Hafliđadóttur f. 1877 frá Fjósum í Mýrdal.  Hann fćr verslunarleyfi hjá Einari Benediktssyni, skáldi og sýslumanni Rangćinga áriđ 1905 og stofnar verslun í Dalseli.  Um áramótin 1906 - 07 lćtur hann sćkja sér efni til húsbyggingar og reisir ţeim myndarlegt tvílyfti hús, sem ţjónađi margţćttu hlutverki sem verslun og gestamóttaka í ţjóđbraut og heimili fyrir ört stćkkandi fjölskyldu hans og vinnufólk.  Í manntalinu 1910 má sjá ađ hann hefur haft fjóra vinnumenn.

Hann rak ásamt versluninni stórt bú og í suđurherbergi á loftinu í Dalseli var útbúin skólastofa sem ţjónađi lengi sem farskóli. Ţađ var ţví oft mannmargt í Dalseli.  Auđunn var mikill áhugamađur um tónlist og til marks um ţann áhuga má nefna ađ á Alţingishátíđinni 1930 var flutt ţangađ  forláta píanó til undirleiks tónlistaratriđa.   Ađ hátíđinni lokinni keypti Auđunn píanóiđ,  greiddi út í hönd og lét flytja ađ Dalseli. Söngur og hljóđfćrasláttur var í hávegum hafđur á heimilinu og synir hans Leifur og Valdimar spiluđu á harmonikkur viđ góđan orđstír og voru ţekktir á Suđurlandi undir nafninu Dalselsbrćđur.

Auđunn var framfarasinnađur mjög og keypti fljótlega bíla sem notađir voru bćđi til heyskapar og skemmtiferđa.  Synir hans fóru fyrstir mann á bíl inn í Ţórsmörk, má sjá myndir úr ţeirri ferđ á Samgöngusafninu ađ Skógum.   Auđunn var mikill Sjálfstćđismađur og gistu jafnan í Dalseli ţingmenn á yfirreiđ og frammámenn flokksins.  Heimiliđ var í ţjóđbraut, ţar til Markarfljótsbrúin var vígđ áriđ 1934,  en Auđunn var alla tíđ á móti stađsetningu hennar og vildi ađ brúađ yrđi á ţeim stađ sem hin nýja Markarfljótsbrú var lögđ fimmtíu árum seinna. 

Auđunn og Guđlaug í Dalseli eignuđust ellefu börn :

Guđrún f. 1903 skáld og húsfreyja í Stóru Mörk

Ólafur Helgi f. 1905 bifreiđastjóri í Reykjavík

Leifur f. 1907 bóndi ađ Leifsstöđum

Hafsteinn f. 1908 bifreiđastjóri í Reykjavík

Ingigerđur Anna f. 1909 skrifstofustúlka í Reykjavík

Hálfdan f. 1911 bóndi ađ Seljalandi

Margrét f. 1912 húsfreyja í Fljótshlíđarskóla

Sighvatur f. 1913-1914

Valdimar f. 1914 bifreiđastjóri, harmónikuleikari og bóndi ađ Grenstanga

Konráđ Óskar f. 1916 bóndi ađ Búđarhóli

Guđrún Ingibjörg (Donna) f. 1918 húsfreyja síđast í Hafnarfirđi.

Markús Auđunsson elsti sonur Auđuns af fyrra hjónabandi lést 1926 ađeins tuttugu og átta ára ađ aldir og var öllum harmdauđi er hann ţekktu.  Hann var ljósmyndari og mikill gleđigjafi sem systkini hans litu mjög upp til.  Guđlaug Helga eiginkona Auđuns lést áriđ 1941 eftir stutt veikindi 64 ára ađ aldri og var fráfall hennar honum mikiđ áfall.  Dćtur hans Margrét og Donna tóku viđ húshaldinu ţar til ţćr sjálfar stofnuđu heimili.

Auđunn brá búi á nírćđisaldri og eyddi síđustu ćviárum sínum hjá Leifi syni sínum og fjölskyldu hans ađ Leifsstöđum.   Hann lést á Sjúkrahúsi Suđurlands 10. maí 1961 - 97 ára ađ aldri.

Blessuđ sé minning afa míns Auđuns í Dalseli.

 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband