Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku í Ţingvallasveit

Set hér inn minningargrein sem Ríkarđur Jónsson myndhöggvari skrifađi um frćnda minn Hjört Björnsson frá Skálabrekku í Ţingvallasveit og birtis í Tímanum 30 apríl 1942.  Hjörtur var bróđursonur Friđriks Hanssonar langafa frá Hćkingsdal í Kjós, og lést ađeins 46 ára gamall úr berklum.  Ég man eftir myndum á ćskuheimili mínu af gömlu fólki í fallegum útskornum myndarömmum sem voru verk Hjartar.

Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku var jarđsunginn í Fossvogi í gćr.  Hann var fćddur á Skálabrekku í Ţingvallasveit 21. mars 1896, sonur hjónanna Björns Ólafssonar og Jakobínu Ţorsteinsdóttur, er bjuggu ţar lengi.Hjörtur ólst upp á Skálabrekku til fullorđinsára, en réđist síđan til myndskurđarnáms hjá undirrituđum haustiđ     og lauk sveinsprófi eftir fjögra ára nám.  Vann hann fyrir sér á sumrum en stundađi námiđ á vetrum, var auk ţess einn vetur í Kaupmannahöfn og lćrđi gibsaraiđn og ađ námi loknu lagđi hann hvort tveggja fyrir sig jöfnum höndum, unz heilsa hans ţraut.Hjörtur var óvenjulega miklum hćfileikum gćddur.  Hann var hagur vel, og listhneigđur, en ţađ var ţó ekki hans sterkasta gáfa.  Ađalgáfa hans voru á sviđi sögu og náttúruvísinda og ađ ţví leiti fannst mér alltaf hann vera á rangri hillu, sem kallađ er.  Hann var ţegar á unga aldri alveg undra fróđur mađur, og var frćđileikur hans yfirgripsmikill og margţćttur, svo ađ ég minnist ekki ađ hafa kynnst  jafn fjölfróđum unglingi.  Hann hlýtur ađ hafa lesiđ kynstrin öll í ćsku og minniđ var óvenjulega skarpt.  Hann hafđi einnig frábćra athyglisgáfu á öllu, sem hann heyrđi og sá.  Ţessum mikla fróđleik fylgdi og skemmtileg og glađvćr frásagnargáfa, blandin drjúgum skerf af kímni.  Hefi ég margra glađra stunda ađ minnast frá námsárum Hjartar.  Hagmćltur var hann vel og ljóđkćr, hafđi nćman smekk fyrir móđurmáli sínu og reyndist ritfćr međ ágćtum, svo sem bók hans ,, Sumar á fjöllum,, ber órćkan vott um.  Ţar er mikinn fróđleik og ósvikna hrifningu fyrir íslenskri sveita og fjallasćlu ađ finna, enda hafđi hann sára ţrá til fjallanna er mold fór ađ gróa, enda ferđađist hann um fjalllendi hér sunnan og suđvestanlands eftir ţví sem hann frekast gat.  Ţađ hygg ég ađ hafi veriđ hans ađalyndi og sćla ţessa lífs.   Hjörtur var einnig gćddur skemmtilegum leikarahćfileikum og átti afar létt međ ađ hafa hamskipti.Fyrir nćrri heilum tug ára yfirbugađist Hjörtur af berklaveiki, og varđ hann í öll ţau ár ađ heyja látlaust stríđ viđ ţá veiki, er loks varđ honum ađ aldurtila hinn 25 apríl.  Öll ţau ár sem Hjörtur dvaldist á heilsuhćlum, fékk hann ađ hafa smíđakompu, ţar sem hann skar út ýmsa muni, ţegar heilsan leyfđi og mun ţađ hafa létt honum ađ verulegum mun hiđ ćđrulausa stríđ.Ţađ var alltaf gleđi og fróđleikur ađ návist Hjartar Björnssonar, ţví er söknuđur ađ fráfalli ţessa merka manns.Ríkarđur Jónsson.

 


Ćttfrćđi - framćtt Guđlaugar Helgu Hafliđadóttur

Hér rek ég framćtt móđurömmu minnar, Guđlaugar Helgu Hafliđadóttur f. 1877-1941 frá Sverri Sigurđarsyni Noregskonungi. 

Sverrir konungur var sonur Sigurđar ,, munns,, Haraldssonar, Noregskonungs og Gunnhildar Sigurđardóttur.  Afi Sverris var Haraldur ,,gilli,, Noregskonungur, Magnússonar, ..berfćtts,, Ólafssonar Noregskonungs. 

1.  Sverrir Sigurđarson Noregskonungur f. um 1157-4.3.1202

     m. Ástríđur Hróarsdóttir ( Astrid Roesdatter) hjákona.

2.  Hákon Sverrisson Noregskonungur f. um 1178

     m. Inga frá Vartegi

3.  Hákon Hákonarson (hinn gamli) Noregskonungur f.um 1204-14.12.1263

     m. Kanga hin unga (hjákona)

4.  Cecilía Hákonardóttir, síđar drottning Manar og Suđureyja ( um 1248)

     m. Herra Gregorius (Gregorius Andresson) riddari. lenndur mađr. f.um 1200

5.  Sigríđur Gregoríusdóttir, kanslara og barónsfrú í Noregi f. 1240

     m. Gauti Erlingsson, kanslari Noregs og barón af Tolga

6.  Hákon Gautason, hirđmađur á Refi í Noregi (um 1260-1304)

     m.Hólmfríđur Erlingsdóttir, húsfrú á Refi

7.  Margrét Hákonardóttir, prófastfrú í Björgvin í Noregi f. 1285

     m. Ţorsteinn (míta) Hallgrímsson, prófastur viđ Postulakirkjuna í Björgvin

8.  Öndundur Ţorsteinsson, ađ öđru leiti óţekktur f. 1315

9.  Hólmfríđur Öndundardóttir, húsfreyja á Dal í Rennisey, gift 2.6.1366

     m. Ingimundur Óţyrmisson, bóndi í Dal á Reynnisey á Rogalandi

10. Guđríđur Ingimundardóttir, hirđstjórafrú á Strönd í Selvogi fćdd í Noregi 1374

     m. Vigfús Ívarsson (Hólm) hirđstjóri 1390-1413  fćddur 1350-1402

11. Margrét Vigfúsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum, f.1406-1486

     m. Ţorvarđur Loftsson,,ríki,, höfđingi og stórbóndi á Möđruvöllum f.1410-1446

12. Guđríđur Ţorvarđardóttir, sýslumannsfrú í Teigi í Fljótshlíđ og Strönd f. 1440

     m. Erlendur Erlendsson, sýslumađur í Rangárţingi f. um 1430-1495

13. Vigfús Erlendsson, hirđstjóri og lögmađur ađ Hlíđarenda í Fljótshlíđ f.1466

     m. Guđrún Pálsdóttir, húsfreyja ađ Hlíđarenda f. 1480

14. Guđríđur Vigfúsdóttir, húsfreyja í Ási, Holtum f. 1495-1570

     m. Sćmundur ,,ríki,, Eiríksson, Lögréttumađur í Ási, Holtum f. 1480-1552

15. Guđrún Sćmundsdóttir, húsfreyja á Hlíđarenda í Fljótshlíđ f.1520-1596

     m. Árni Gíslason, sýslumađur á Hlíđarenda f. 1520-1587

16. Ingibjörg Árnadóttir, húsfreyja á Innra-Hólmi, Akraneshreppi f. 1550-1633

     m. Gísli Ţórđarson, Lögmađur sunnan og vestan, Innra-Hólmi f. 151545-1619

17. Ástríđur Gísladóttir, húsfreyja á Haga, Barđaströnd f.1583-1644

     m. Jón ,,eldri,, Magnússon, sýslumađur í Dalasýslu, bjó á Haga. f.1566-1641

18. Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Bć í Hrútafirđi, f.1615-1703

     m. Ţorleifur Kortsson, lögmađur á Bć í Hrútafirđi. f. 1615-1698

19. Ţórunn Ţorleifsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum f.1655-1696

     m. Lauritz Hanson Scheving, Sýslumađur í Vađlaţingi, bjó á Mörđuvöllum. f.1664-1722

20. Hannes Lauritzson Scheving, Sýslumađur á Munkaţverá í Eyjafirđi. f. 1694-1726

     m. Jórunn Steinsdóttir, biskups, húsfreyja ađ Munkaţverá f. 1699-1775

21. Ţórunn Hannesdóttir Scheving, húsfreyja á Reynistađ í Skagafirđi f. 1718-1764, giftist síđar Jóni Steingrímssyni, ,,eldpresti,,

     m. Jón Vigfússon, Klausturhaldari á Reynistađ í Skagafirđi f. 1705-1752

22. Karítas Jónsdóttir Scheving, húsfreyja ađ Vatnsskarđshólum í Mýrdal f.1750-1800

     m. Ţorsteinn Eyjólfsson, bóndi ađ Vatnsskarđshólum f. 1746-1834

23. Karítas Ţorsteinsdóttir, húsfreyja ađ Brekkum í Mýrdal f. 1788-1844

     m. Jakob Ţorsteinsson, bóndi ađ Brekkum III í Mýrdal f. 1778-1851

24. Ţorsteinn Jakobsson, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1812-1855

     m. Helga Ţórđardóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1815

25. Guđrún Ţorsteinsdóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1849-1881

     m. Hafliđi Narfason, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1838-1895

26. Guđlaug Helga Hafliđadóttir, húsfreyja í Dalseli, Eyjafjallahr. 1877-1941

     m. Auđunn Ingvarsson, kaupmađur og bóndi í Dalseli f. 1869-1961

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ćttfrćđi - framćtt Bjarna Jónssonar í Ţorkelsgerđi

Set hér inn ćttrakningu föđur míns frá Sverri Noregskonungi til okkar, ţar sem fćrslan fer sjálfrafa inn á Fésbókina mína og ţađan í ćttarhópinn.

Ćtt rakin frá Sverri Sigurđarsyni, Noregskonungi til Bjarna Jónssonar föđurafa okkar:

Sverrir konungur Sigurđarson varđ frćgastur fyrir ţá sérstöđu međal Noregskonunga, ađ ná völdum sem hann hafđi sannarlega erfđ til, međ ađstođ jarđnćđislausra og kúgađra bćnda (Birkibeina) sem hann virkjađi og stjórnađi til sigurs síns og ţeirra (1177-1184)

Sverrir konungur var sonur Sigurđar ,,munns,, Haraldssonar, Noregskonungs og Gunnhildar Sigurđardóttur. Afi Sverris var Haraldur ,,gilli,, Noregskonungur, Magnússonar ,,berfćtts,, Ólafssonar Noregskonungs.  Ţess má geta ađ Ţóra dóttir Magnúsar ,,berfćtta,, var Ţóra, sem giftist Lofti presti í Odda, Sćmundssonar fróđa.  Komu ţau til Íslands 1135 međ Jón son sinn 11.ára síđar gođorđsmanns í Odda.  Höfđu ţau ţá búiđ í um 12 ár ađ Konungshellu í Noregi. En hér er ćttartalan:

1. Sverrir Sigurđarson Noregskonungur, f. um 1157-4.3.1202
    m. Ástríđur Hróarsdóttir, ( Astrid Roesdatter) hjákona .
2. Hákon Sverrisson Noregskonungur f. um 1178-
    m. Inga frá Vartegi
3. Hákon Hákonarson (hinn gamli) Noregskonungur f.um 1204-14.12.1263    

 m. Kanga hin unga (hjákona)
4. Cecilía Hákonardóttir, síđar drottning Manar og Suđureyjar (um 1248)
    m. Herra Gregoríus (Gregorius Andresson) riddari, lenndur mađur f. um 1200-

5. Sigríđur Gregoríusdóttir Kanslara og barónsfrú í Noregi f. 1240
    m. Herra Gauti Erlingsson Kanslari Noregs 1276, Baron til Tolga

6. Hákon Gautason hirđmađur á Refi í Noregi (um 1260-1304)
    m. Hólmfríđur Erlingsdóttir, húsfrú sama stađ
7. Margrét Hákonardóttir, prófastfrú í Björgvin í Noregi, f. 1285
   m. Ţorsteinn (míta) Hallgrímsson, prófastur viđ Postulakirkjuna í Björgvin
8. Önundur Ţorsteinsson, ađ öđru leiti óţekktur f. 1315
9. Hólmfríđur Önundardóttir. húsfreyja á Dal í Rennisey, gift 2.6.1366
    m. Ingimundur Óţyrmisson, bóndi í Dal á Rennisey á Rogalandi
10. Guđríđur Ingimundardóttir, hirđstjórafrú á Strönd í Selvogi, fćdd í Noregi 1374 -1436
       m. Vigfús Ivarsson (Hólm) hirđstjóri 1390-1413. f. 1350-1420
11. Margrét Vigfúsdóttir, húsfreyja á Möđruvöllum, f.1406. d. 1486
      m. Ţorvarđur Loftsson ,,ríki,, höfđingi, stórbóndi á  Möđruvöllum  f.1410-1446

12.  Guđríđur Ţorvarđardóttir, sýslumannsfrú í Teigi, Fljótshlíđ og Strönd f.1440

        m. Erlendur Erlendsson, Sýslumađur í Rangárţingi f. um 1430-1495

13.  Ţorvarđur Erlendsson, lögmađur á Strönd í Selvogi f.1446-1513
       m. Margrét Jónsdóttir, systir Stefáns biskups, lögmannsfrú á Strönd f.1465
14.  Erlendur Ţorvarđsson, lögmađur á Strönd, f. 1490-1576
       m. Ţórunn Sturludóttir, frá Stađarfelli í Dölum, gift 1525
15.  Guđbjörg Erlendsdóttir, sýslumannsfrú f.1530
       m. Jón Marteinsson biskups, sýslumađur í Vađlaţingi, Rangárţ. d.1604
16.  Sólveig Jónsdóttir, sýslumannsfrú ađ Nesi viđ Seltjörn f. nál. 1560
       m. Hákon Björnsson, sýslumađur ađ Nesi viđ Seltjörn, f. 1560-14.4.1643
17.  Ţórunn Hákonardóttir, húsfreyja ađ Skógum undir Eyjafjöllum  f. 1580
       m. Kort Ţormóđsson, klausturhaldari ađ Skógum undir Eyjafjöllum f.um 1580
18.  Katrín Kortsdóttir, prestfrú í Arnarbćli í Ölfusi f. nál .1620 gift 1644.d.1675
       m. Jón Dađason, prestur í Arnarbćli í Ölfusi  f.1606-3.1.1676

19.  Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Háeyri Eyrarbakka og víđar. f.um 1648

      m. Bergur Benediktsson, lögréttumađur í Árnesţingi, bjó á Háeyri. f.1642
20. Ţorlákur Bergsson, hreppstjóri á Stóra Hrauni, Eyrarbakka f.1670 -1707
      m. Guđný Ţórđardóttir, húsfreyja ađ Stóra Hrauni, Eyrarbakka f. 1676-1734
21. Bjarni Ţorláksson, óđalsbóndi ađ Öndverđarnesi, Grímsnesi f. um 1703
      m. Ólöf Arngrímsdóttir, prests í Fljótshlíđarţingum, húsfreyja í Öndverđarnesi f. 1703
22. Arngrímur Bjarnason, bóndi í Bakkarholti Ölfusi um 1739 d. 29.1.1799
      Guđrún Jónsdóttir, húsfreyja í Bakkarholti f. 1749
23. Ingibjörg Arngrímsdóttir, húsfreyja ađ Nýabć og Króki Ölfusi f.1792-1863
      m. Jón Jónsson, bóndi ađ Króki og Ţorgrímsstöđum Ölfusi f. 1792-1863
24. Jón Jónsson, bóndi ađ Króki og Ţorgrímsstöđum, Ölfusi f.1832-1882
      m. Valgerđur Gamalíelsdóttir, húsfreyja í Króki og Ţorgrímsstöđum f. 1837-1881
25. Bjarni Jónsson, bóndi í Ţorkelsgerđi í Selvogi f. 22.8.1877 d.22.4.1935
      m. Ţórunn Friđriksdóttir, ljósmóđir og húsfreyja í Ţorkelsgerđi f.6.10.1899 d.25.3.197526.

 26.  Konráđ Bjarnason, frćđimađur f. 25.7.1915 -d. 21.8.2000
      m. Guđrún Ingibjörg Auđunsdóttir, húsmóđir f. 2.6.1918 d.1.5.1987
27. Guđlaug Helga Konráđsdóttir f. 20.02.1952

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Afi í Dalseli

                                                            

Afi í Dalseli

Móđurafi minn, Auđunn Ingvarsson var fćddur í Neđra Dal, V-Eyjafjallahreppi 6. ágúst 1869.  Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Hallvarđsson f. 8.1.1839 bóndi ađ Neđra Dal og Ingibjörg Samúelsdóttir f. 26.11.1836.  Ingvar Hallvarđsson var ćttađur úr Mýrdalnum en Ingibjörg Samúelsdóttir var frá Syđstu Mörk.  Föđurafi Ingibjargar Samúelsdóttur var Páll Árnason f. 1787 ţjóđhagasmiđur sem kallađur var ,, hinn dverghagi,, bóndi í Syđstu Mörk og Hamragörđum undir Eyjafjöllum.

Auđunn ólst upp í Neđra Dal ásamt systkinum sínum,  en hann var nćst elstur fjögra alsystkina sinna.  Hann var snemma athugull og hélt veđurdagbók frá tíu ára aldri og alla ćfi.  Dagbćkur hans eru nú varđveittar ađ Hérađasafninu ađ Skógum.    Auđunn kvćntist 1897 Guđrúnu Sigurđardóttur frá Seljalandi f. 1874, en Guđrún lést eftir tveggja ára hjónaband.  Ţeirra sonur var Markús f. 1898 sem var á öđru ári er móđir hans lést.  Mikill harmur var kveđinn ađ Auđunni viđ missir eiginkonunar og fluttist hann međ son sinn og Ingibjörgu systur sína ađ Neđra Dal í Biskupstungum.  Hann undi sér ekki lengi í Tungunum og seldi jörđina ári síđar og festi kaup á jörđinni Eyvindarholti undir Eyjafjöllum.  Hann hafđi makaskipti á ţeirri jörđ viđ Sighvat Árnason, alţingismann og fékk Dalsel í stađinn. 

Auđunn gerđist brátt umsvifamikill bóndi í Dalseli og áriđ 1902 kvćnist hann Guđlaugu Helgu Hafliđadóttur f. 1877 frá Fjósum í Mýrdal.  Hann fćr verslunarleyfi hjá Einari Benediktssyni, skáldi og sýslumanni Rangćinga áriđ 1905 og stofnar verslun í Dalseli.  Um áramótin 1906 - 07 lćtur hann sćkja sér efni til húsbyggingar og reisir ţeim myndarlegt tvílyfti hús, sem ţjónađi margţćttu hlutverki sem verslun og gestamóttaka í ţjóđbraut og heimili fyrir ört stćkkandi fjölskyldu hans og vinnufólk.  Í manntalinu 1910 má sjá ađ hann hefur haft fjóra vinnumenn.

Hann rak ásamt versluninni stórt bú og í suđurherbergi á loftinu í Dalseli var útbúin skólastofa sem ţjónađi lengi sem farskóli. Ţađ var ţví oft mannmargt í Dalseli.  Auđunn var mikill áhugamađur um tónlist og til marks um ţann áhuga má nefna ađ á Alţingishátíđinni 1930 var flutt ţangađ  forláta píanó til undirleiks tónlistaratriđa.   Ađ hátíđinni lokinni keypti Auđunn píanóiđ,  greiddi út í hönd og lét flytja ađ Dalseli. Söngur og hljóđfćrasláttur var í hávegum hafđur á heimilinu og synir hans Leifur og Valdimar spiluđu á harmonikkur viđ góđan orđstír og voru ţekktir á Suđurlandi undir nafninu Dalselsbrćđur.

Auđunn var framfarasinnađur mjög og keypti fljótlega bíla sem notađir voru bćđi til heyskapar og skemmtiferđa.  Synir hans fóru fyrstir mann á bíl inn í Ţórsmörk, má sjá myndir úr ţeirri ferđ á Samgöngusafninu ađ Skógum.   Auđunn var mikill Sjálfstćđismađur og gistu jafnan í Dalseli ţingmenn á yfirreiđ og frammámenn flokksins.  Heimiliđ var í ţjóđbraut, ţar til Markarfljótsbrúin var vígđ áriđ 1934,  en Auđunn var alla tíđ á móti stađsetningu hennar og vildi ađ brúađ yrđi á ţeim stađ sem hin nýja Markarfljótsbrú var lögđ fimmtíu árum seinna. 

Auđunn og Guđlaug í Dalseli eignuđust ellefu börn :

Guđrún f. 1903 skáld og húsfreyja í Stóru Mörk

Ólafur Helgi f. 1905 bifreiđastjóri í Reykjavík

Leifur f. 1907 bóndi ađ Leifsstöđum

Hafsteinn f. 1908 bifreiđastjóri í Reykjavík

Ingigerđur Anna f. 1909 skrifstofustúlka í Reykjavík

Hálfdan f. 1911 bóndi ađ Seljalandi

Margrét f. 1912 húsfreyja í Fljótshlíđarskóla

Sighvatur f. 1913-1914

Valdimar f. 1914 bifreiđastjóri, harmónikuleikari og bóndi ađ Grenstanga

Konráđ Óskar f. 1916 bóndi ađ Búđarhóli

Guđrún Ingibjörg (Donna) f. 1918 húsfreyja síđast í Hafnarfirđi.

Markús Auđunsson elsti sonur Auđuns af fyrra hjónabandi lést 1926 ađeins tuttugu og átta ára ađ aldir og var öllum harmdauđi er hann ţekktu.  Hann var ljósmyndari og mikill gleđigjafi sem systkini hans litu mjög upp til.  Guđlaug Helga eiginkona Auđuns lést áriđ 1941 eftir stutt veikindi 64 ára ađ aldri og var fráfall hennar honum mikiđ áfall.  Dćtur hans Margrét og Donna tóku viđ húshaldinu ţar til ţćr sjálfar stofnuđu heimili.

Auđunn brá búi á nírćđisaldri og eyddi síđustu ćviárum sínum hjá Leifi syni sínum og fjölskyldu hans ađ Leifsstöđum.   Hann lést á Sjúkrahúsi Suđurlands 10. maí 1961 - 97 ára ađ aldri.

Blessuđ sé minning afa míns Auđuns í Dalseli.

 

 


Friđrik Hansson frá Hćkingsdal

Langafi minn Friđrik Hansson frá Hćkingsdal

Eins og ég sagđi frá í síđast pistli um Ţórunni Björnsdóttur langalangömmu mína, fluttist hún frá Hćkingsdal í Kjós 1869 međ yngstu drengina sína.  Friđrik Hansson langafi minn var ţá ţriggja ára og ólst upp međ móđur sinni og bróđur í Kaldárseli viđ Hafnarfjörđ.  Hann var á sautjánda ári ţegar móđir hans lést og hefur ţví ţurft ađ sjá um sig sjálfur eftir ţađ.  Ekki veit ég mikiđ um ţessi fyrstu ár hans eftir ađ hann fer frá Kaldárseli en hann gerđist brátt stýrimađur á skútum en eftir ađ hann flutti til Reykjavíkur varđ hann kjalfattari ađ ađalstarfi.  Friđrik var rúmlega tvítugur ţegar hann kynntist Elínu Árnadóttur frá Hlíđ í Selvogi f. 1856 sem var tíu árum eldri en hann.  Ţau giftust ekki, en áttu saman tvö börn sem tekin voru í fóstur.  Ţau voru Hans Friđriksson f. 1888 - 1909 alin upp í Götu í Selvogi og Ţórunn Friđriksdóttir f. 1889 - 1975 amma mín.  Hún var alin upp ađ Vogsósum í Selvogi sem eitt af börnum hjónanna ţar.  Elín móđir ţeirra hélt ţó ávalt sambandi viđ börnin sín.   Friđrik kvćntist Jónínu Björg Jónsdóttur f. 1877 og áttu ţau níu börn saman.  Ţau eru:

Friđjón Friđriksson f. 1909 - 1930 háseti á flutningaskipi, hvarf í Oporto í Portugal

Dagmar Friđriksdóttir f. 1910 - 1979, húsfreyja í Reykjavík

Gyđa Jóna Friđriksdóttir f. 1911 - 1979, húsfreyja í Reykjavík

Kjartan Friđriksson f. 1913 - 1996, verkamađur í Reykjavík

Ingunn María Friđriksdóttir f. 1915 - 1987, starfskona á Landakotsspítala

Sigurgeir Friđriksson f. 1916 - 1995, bifreiđasmiđur í Reykjavík

Lilja Guđmunda Friđriksdóttir f. 1917 - 1918

Guđmundur Valdimar Friđriksson 1919- 1920

Vilhjálmur Friđriksson f. 1920 - 1996, Reykjavík

Friđrik og Jónína Björg skildu aldrei ađ lögum en ljóst er ađ hann bjó einn ađ Vesturgötu 51a á efri árum,  eftir ţví sem fađir minn sagđi mér.  Hann hélt góđu sambandi viđ Ţórunni dóttur sína og börn hennar í Ţorkelsgerđi í Selvogi.  Fađir minn sagđir mér ađ ţegar hann sigldi í fyrsta sinn til Danmerkur međ Dronning Alexandrina fylgdi Friđrik afi hans honum um borđ.  Ţórunn amma í Selvogi hélt einnig sambandi viđ hálfsystkini sín sem heimsóttu hana iđulega.  Ég man sjálf vel eftir Gyđu og Vilhjálmi ömmusystkinum mínum og ţótti merkilegt ţegar pabbi kynnti Vilhjálm fyrir mér sem móđurbróđur sinn, en Vilhjálmur var fimm árum yngri en pabbi.

Friđrik Hansson lést í Reykjavík 23. apríl 1948


Ţórunn Björnsdóttir í Hćkingsdal

Lífshlaup langalangömmu minnar Ţórunnar Björnsdóttur í Hćkingsdal í Kjós hefur veriđ mér umhugsunarefni.  Ekki síst ţegar ég sit á pallinum í sumarbústađnum okkar í Kjósinni og horfi í átt ađ Hćkingsdal, ţar sem hún bjó meirihluta ćfi sinnar.

Ţórunn Björnsdóttir var fćdd 26 júlí 1821 ađ Hestţingum í Borgarfirđi. Foreldrar hennar voru Björn Ţorleifsson f. 1784 bóndi ađ Eyri í Flókadal og Guđrún Sigurđardóttir f. 1799 ađ Varmalćk, Borgarfirđi.  Ţórunn giftist ung Ólafi Guđmundssyni f. 1819 bónda ađ Hćkingsdal í Kjós og átti međ honum ţrjú börn.  Dćtur ţeirra Guđrún f. 1847 og Guđrún f. 1849 létust báđar á fyrsta ári.  Sonur ţeirra er upp komst var Björn Ólafsson f. 1848 síđar bóndi ađ Skálabrekku í Ţingvallasveit.

Eftir ţriggja ára hjónaband lést Ólafur og Ţórunn fékk sér ráđsmann.  Ţađ var Hjörtur Ţorsteinsson f. 1818 frá Efra Apavatni í Grímsnesi.  Ţórunn giftist síđar Hirti og saman áttu ţau fjögur börn, en ţau voru:  Ólöf Sigríđur f. 1851 en hún lést ađeins tvítug ađ aldri.  Guđrún f. 1854 en hún bjó lengst af ađ Reykjavíkurvegi 19 í Hafnarfirđi ásamt Ólafi manni sínu.  Ţorsteinn f. 1855 látinn sama ár og Margrét f. 1856 d. 1909.   Eftir sex ára hjónaband lést Hjörtur mađur hennar og stóđ hún ţá uppi ekkja í annađ sinn, ţá ţrjátíu og fimm ára gömul međ fjögur börn, ţađ yngsta á fyrsta ári.

Ţá er ţađ, ađ mágur hennar Hans Ţorsteinsson f. 1815, bróđir Hjartar frá Efra Apavatni kemur til hennar sem ráđsmađur.  Fór svo ađ hún giftist Hans og átti međ honum ţrjú börn.  Ţau voru Guđný Katrín f.1859 en hún lést ung.  Hjörtur f. 1863 og Friđrik f. 1866 langafi minn.   Áriđ 1869 er yngsta barn hennar Friđrik var ţriggja ára lést Hans mađur hennar.   Ţegar hér er komiđ sögu  hefur henni fundist nóg komiđ af búskap og seldi hún Hćkingsdal og flutti ađ Kaldárseli viđ Hafnarfjörđ međ yngstu drengina.

 Ţórunn lést í Kaldárseli 20 febrúar 1883, sextíu og tveggja ára gömul.   Til er mannlýsing af Ţórunni í bókinni Kjósarmenn og henni er lýst sem óvenjulega kjarkmikilli konu og var hún mjög ásjáleg og öllum ógleymanleg sem henni kynntust.  Ţegar ég sit á pallinum í bústađnum okkar í Kjósinni og horfi í átt til Hćkingsdals, hugsa ég um lífshlaup Ţórunnar langalangömmu minnar.   Hćkingsdalur er kostajörđ međ Laxá viđ túnfótinn og mikiđ beitarland.  Ţar getur samt veriđ snjóţungt á vetrum og á dögum Ţórunnar veriđ einangrađur í mesta fannferginu.   Ég dáist ađ vilja hennar til ađ koma börnum sínum til manns og halda áfram búskap ţar til hún hafđi misst ţrjá eiginmenn sína og hlaut ađ yfirgefa Hćkingsdalinn sinn.  Blessuđ sé minning Ţórunnar Björnsdóttur langalangömmu minnar.


Ţórdís í Brćđratungu

Ég minntist á Ţórdísi Jónsdóttur, formóđur mína í umfjöllun minni um Ţórunni Hannesdóttur Scheving og Séra Jón Steingrímsson.  Ţórdís er formóđir fjölda íslendinga, enda átti hún 5 börn er upp komust.  Hún var gerđ ódauđleg, sem Snćfríđur Íslandssól,  af Halldóri Laxness í Íslandsklukkunni , er kom út áriđ 1943.  Nú geta allir flett upp í Íslendingabók og skođađ ţar, í hvađa liđ ţeir eru skyldir Ţórdísi.

Ţórdís var fćdd 1671 og voru foreldrar hennar Jón Vigfússon, biskup á Hólum f. 1643 og kona hans Guđríđur Ţórđardóttir f. 1645.  Guđríđur móđir hennar var dóttir Ţórđar í Hítardal er upp var á dögum Brynjólfs biskups í Skálholti.   Ţórdís var talin líkt og Ragnheiđur, biskupsdóttir á sínum tíma,  međal göfugasta  og jafnframt dýrasta kvonfangs landsins.  Međ ţví er átt viđ ađ, ţađ voru ađeins stórćttađir menn eđa valdamiklir, sem gátu gert sér vonir um ađ ađ fađir hennar biskupinn, tćki í mál ađ rćđa um  ráđahag.   Dćtur voru nefnilega skiptimynt í valdastétt landsins á ţessum tíma og réttar mćgđir voru ţví  trygging fyrir áframhaldandi áhrifum og völdum.

Ţórdís giftist Magnúsi Sigurđssyni, lögréttumanni í Brćđratungu f.1651.  Hann var kominn af sýslumönnum í beinan karllegg, en langafi hans var hinn mikli höfđingi, Ari Magnússon í Ögri. Magnús var ekkjumađur og tuttugu árum eldri en Ţórdís.   Brćđratungu hafđi hafđi hann fengiđ međ fyrri konu sinni Jarţrúđi Hákonardóttur, dóttur Hákonar Gíslasonar og Helgu í Brćđratungu, en Helga var mikill örlagavaldur í lífi Ragnheiđar Brynjólfsdóttur, biskups. Hjónaband Ţórdísar varđ ekki farsćlt eins og lesa má um í bók Árna Magnússonar, handritasafnara og fór svo ađ hún skildi viđ Magnús ađ lögum.  Hún bjó fyrst í skjóli systur sinnar Sigríđar, sem gift var Jóni biskupi Vídalín í Skálholti og lést 1741.

Langamma mín í föđurćtt Elín Árnadóttir f. 1856, sagđi föđur mínum frá hjónabandi Ţórdísar og Magnúsar og dáđist alltaf ađ henni fyrir ađ skilja viđ hann.  Elín langamma,  kunni ađ rekja ćtt sína til Ţórdísar, en langamma hennar var sonardóttir Ţórdísar. Ţess má geta ađ Elín langamma mín lést áriđ 1941 eđa tveimur árum áđur en Íslandsklukkan kom út.  Fađir minn lifđi ekki ađ sjá Íslendingabók, en ég hef sannreynt ţar, ćttrakningu hans til Ţórdísar í Brćđratungu.

Fyrir ćttingja mína í föđurćtt er ćttrakningin svona:

 Ţórdís Jónsdóttir    Magnús Sigurđsson   
   1671 - 1741   1651 - 8. mars 1707  
Jón Magnússon 1690 - 1755
Sigurđur Jónsson 1725 - 1801
Elín Sigurđardóttir 1759 - 1841
Elín Jónsdóttir 1795 - 1846
Guđrún Pétursdóttir 1820 - 1866
Elín Árnadóttir 1856 - 1941
Ţórunn Friđriksdóttir 1889 - 1975


Karítas Jónsdóttir Scheving - ćttfrćđi

Karítas Jónsdóttir Scheving f.1752 giftist eins og áđur er sagt Ţorsteini Eyjólfssyni f.1746 á Vatnskarđshólum í Mýrdal.  Jón Steingrímsson stjúpfađir Karítasar segir í ćvisögu sinni ađ hún hafi látiđ ,,fallerast,, , og ,,hlaut ţví ađ giftast manni ţeim er hún nú á og heitir Ţorsteinn Eyjólfsson, af góđu bćndaslekti kominn, hann sjálfur góđur smiđur, verkmađur og prýđismađur í allri framgengni, svo sú gifting fór öllu betur en Vigfúsar bróđur hennar ,, Sannleikurinn er sá, ađ Karítas var ćtlađ miklu veglegra gjaforđ en  bóndason úr Mýrdalnum.  Hjónaband Karítasar Jónsdóttur Scheving og Ţorsteins Eyjólfssonar varđ hinsvegar mjög  farsćlt og áttu ţau 9 börn,  hér talin í aldursröđ:

Ólöf Ţorsteinsdóttir f. 1770, hennar mađur var Ólafur Jónsson f. 1768 bóndi í Breiđuhlíđ. Ţórunn Ţorsteinsdóttir f.1771 fyrri mađur hennar var Ţorsteinn Ţorsteinsson f.1760 bóndi ađ Hvoli í Mýrdal. Seinni mađur hennar var Sigurđur Árnason f.1770 bóndi ađ Steig í Mýrdal. Barnsfađir Ţórunnar var Ketil Ţorsteinsson. Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1776 hennar mađur var Loftur Jónsson f.1774 bóndi Ljótarstöđum. Kristín Ţorsteinsdóttir f.1779 hennar mađur var Nikulás Sigurđsson f.1770 bóndi Laugarnesi. Ţorsteinn Ţorsteinsson f.1786 bóndi Ketilstöđum og Eystri Sólheimum, hans kona var Elín Jónsdóttir f.1787 Karítas Ţorsteinsdóttir f.1788 hennar mađur var Jakob Ţorsteinsson f.1777 bóndi Neđri . Ţórunn Ţorsteinsdóttir f.1790 hennar mađur var Ólafur Árnason f.1775 bóndi Múlakoti, Fljótshlíđ. Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1792 hennar mađur var Árni Ţórđarson f.1786 bóndi Garđakoti. Finnur Ţorsteinsson f.1794 hann hrapađi til bana í Dyrhólaey 1816, ţá 22 ára gamall. 

Til glöggvunar fyrir Dalselsćttingja mína, var Karítas Ţorsteinsdóttir dóttir Karítasar Jónsdóttir formóđir okkar.  Hún giftist Jakobi Ţorsteinssyni frá Neđri Brekkum í Mýrdal og međal barna ţeirra var Ţorsteinn Jakobsson f. 1812 bóndi ađ Fjósum í Mýrdal.  Hann kvćntist Helgu Ţórđardóttur Thorlacius og eina barn ţeirra er upp komst var Guđrún Ţorsteinsdóttir f. 1849.

Guđrún Ţorsteinsdóttir giftist Hafliđa Narfasyni f.1838.  Ţeirra börn voru:

Ţórunn Jakobína 1865 - 1965, hennar mađur var Gísli Geirmundsson f. 1874 en ţau bjuggu í Vestmannaeyjum.

Guđlaug Helga Hafliđadóttir 1877-1941, hennar mađur var Auđunn Ingvarsson bóndi og kaupmađur í Dalseli undir Eyjafjöllum.

Guđrún Hafliđadóttir 1878-1937, hennar mađur var Ágúst Benediktsson f.1875 og bjuggu ţau ađ Kiđabergi í Vestmannaeyjum.

Ţorsteinn Hafliđason 1879-1965, kona hans var Ingibjörg Ţorsteinsdóttir f.1883. Ţau bjuggu í Vestmannaeyjum ţar sem Ţorsteinn starfađi sem skósmiđur.

Guđrún Ţorsteinsdóttir, lést 1881 frá ungum börnum sínum ađeins 32 ára.  Hafliđi kvćntist aftur Guđbjörgu Jónsdóttur f. 1855 og átti međ henni fimm börn.


Ţórunn Hannesdóttir Scheving

Ćvisaga Jóns Steingrímssonar er merkileg heimild samtímamanns um Skaftárelda og móđuharđindin.  Ég glugga stundum í ţá bók og líka fyrir ţađ, ađ eiginkona hans, Ţórunn Hannesdóttir Scheving er formóđir mín.   Jón lýsir hreinskilningslega í bókinni kynnum ţeirra og ástum, en ţau kynntust ţegar Jón gerđist djákni á Reynistađ.   Ţá var Ţórunn gift klausturhaldaranum Jóni Vigfússyni,  sem samkvćmt Jóni Steingrímssyni, barđi konu sína iđulega í drykkjuköstum sínum, en var ljúfur sem lamb ţess á milli. Minnir ţađ óneitanlega á örlög annarrar formóđur minnar í föđurćtt, Ţórdísi Jónsdóttur í Brćđratungu. En hún flúđi ósjaldan undan junkernum Magnúsi í Brćđratungu í Skálholt til systur sinnar, er drykkjutúrar ans stóđu yfir.

Ţórunn Hannesdóttir Scheving var fćdd 28.08. 1718 og var stórćttuđ.   Hún var dóttir Hannesar Lauritsonar Scheving, sýslumanns á Munkaţverá og konu hans Jórunnar Steinsdóttur, biskups á Hólum.  Ţótti mörgum hún hafa tekiđ niđur fyrir sig er hún giftist Jóni Steingrímssyni.Jón Vigfússon lést er Ţórunn bar yngsta barn ţeirra undir belti og  tók Jón Steingrímsson ađ sér ađ hugga hana, ađ ráđi ţjónustustúlku sinnar eins og segir í ćvisögu hans. Ţórunn átti  3 börn međ Jóni Vigfússyni er upp komust. Yngsta barniđ Karítas Jónsdóttir Scheving, sem fćddist eftir dauđa föđur síns, flutti  međ móđur sinni og Jóni Steingrímssyni, suđur ađ Prestbakka eftir giftingu ţeirra. Jón Steingrímsson og Ţórunn Hannesdóttir Scheving eignuđust 5 dćtur saman og er mikill ćttbogi frá ţeim kominn.

Af Karítas Jónsdóttur Scheving er ţađ ađ segja ađ hún giftist Ţorsteini Eyjólfssyni á Vatnskarđshólum. En Jón Steingrímsson segir í ćvisögu sinni ađ hún hafi látiđ ,, fallerast,, međ honum og ţađ hafi valdiđ Ţórunni konu sinni ţungum raunum. En raunir Ţórunnar vegna hinnar ćttgöfugu  Karítasar voru auđvitađ ţćr ađ henni var ćtlađ annađ mannsefni en venjulegan bóndason.  Karítas Scheving var í föđurćtt, komin af Jóni Vigfússyni Hólabiskup f. 1643 og í móđurćtt af Jórunni Steinsdóttur, biskups.  En hjónaband Karítasar og Ţorsteins var farsćlt, og áttu ţau 9 börn, ţar á međal Karítas Ţorsteinsdóttur f. 1788 er giftist Jakobi Ţorsteinssyni á Brekkum.Sonur ţeirra var Ţorstein Jakobsson f.1812 bóndi ađ Fjósum í Mýrdal er kvćntist Helgu Ţórđardóttur Thorlacius.  Ţeirra dóttir var Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1849 langamma mín.Ţess má geta ađ Jón Steingrímsson var fćddur 10.09.1728  ef einhver vil rekja sig saman viđ hann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband