St. Jósefsspítali

St.Jósefsspítali

Ég skil ekki hvernig borgarafundurinn í Hafnarfirði um St. Jósefsspítala gat farið fram hjá mér í gær. Ég hefði svo sannarlega mætt á þennan fund í stað þess að pakka niður jólunum.

Eðlilegt er að leita leiða til að hagræða í heilbrigðismálum hjá ríkinu.  En St. Jósefsspítali er bara ekki alfarið í eigu ríkisins. Hafnarfjarðarbær er 15 % eignaraðili og það er nú eiginlega grundvallar krafa að upplýsa sameigendur sína um þau áform að leggja eigi spítalann niður í núverandi mynd.  Ekki taka bara einhliða ákvörðun. Sjálfur Landlæknir vissi ekki um þessa ákvörðun. Síðast en ekki síst er St. Jósefsspítali vel rekin stofnun. 

Árið 1921 var enginn spítali í Hafnarfirði, en það ár keypti kaþólska kirkjan jörðina Jófríðarstaði og ákvað að reisa þar spítala og fá Jósefssystur til að reka hann.  Guðrjóni Samúelssyni var falið að gera teikningar og hinn 5. september 1926 var St. Jósefsspítali vígður.  Frá fyrstu tíð ráku systurnar þessa sjúkrastofnun í anda kærleika og mannúðarstefnu.   Sá andi hefur fylgt St. Jósefssptítala allar götur síðan og breyttist ekkert við að  ríkið og Hafnarfjarðarbær tóku yfir reksturinn árið 1987.  Allir þeir sem hafa fengið að kynnast starfsemi St. Jósefsspítal í Hafnarfirði hafa fundið þennan manneskjulega anda sem svífur þar yfir vötnum. 

Ég vona að heilbriðgisráðherra beri gæfu til að endurskoða ákvörðun sína og leyfi St. Jósefsspítala að starfa áfram sem spítala eins og til hans var stofnað fyrir rúmum 80 árum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að minnast spítalans Gulla mín.  Þá er upprifjun þín á sögunni góð, besta kveðja,Vala 

Valgerður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðlaug H. Konráðsdóttir

Mikið er ég fegin að heyra þetta ! Jósefsspítala veitir ekki af stuðningsyfirlýsingum

Guðlaug H. Konráðsdóttir, 12.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband