Fésbók og frændgarður

facebook

Ég skráði mig á Facebook fyrir nokkrum mánuðum, en kunni ekkert á það og gleymdi því svo.  Dóttir mín er hinsvegar forfallinn notandi samskiptavefsins og það neyddi mig eiginlega til að fara að grufla í þessu.  Það er skemmst frá því að segja að ég er himinlifandi.  Ég hef fundið fullt af ungum frænkum mínum í gegnum dóttur mína og sé fram á að frændfólkið haldi tengslum í gegnum þetta unga flotta fólk.   Þá get ég fært allt sem ég skrifa hér, yfir í nótur á fésbók, frændum og vinum  til aflestrar.  Ætla eiginlega að skrifa ættfræði í gríð og erg og vona að svo að einhver fái áhuga á forfeðrunum. Grin  En í alvöru, ef einhver af frændfólki mínu les þetta og er á Facebook, þá endilega hafið samband við mig þar.  Ég ætla að stofna þar tvær grúppur fyrir sitthvorn ættlegg.  Þið finnið mig undir leitunarnafninu: Gulla.

Að öðru.  Ég er enn undirlögð af þessu þursabiti sem ég fékk þann 2. janúar og finnst bara alveg nóg um hvað þetta ætlar að ganga seint til baka.  Sef ekki hálfa nóttina og göngulagið eins og hjá erfiðismanni á áttræðisaldri Sick  

Annars bara ljúf miðað við skollans bakið.  Smile

Bakverkurinn

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband