20.1.2009 | 08:11
Karítas Jónsdóttir Scheving - ættfræði
Karítas Jónsdóttir Scheving f.1752 giftist eins og áður er sagt Þorsteini Eyjólfssyni f.1746 á Vatnskarðshólum í Mýrdal. Jón Steingrímsson stjúpfaðir Karítasar segir í ævisögu sinni að hún hafi látið ,,fallerast,, , og ,,hlaut því að giftast manni þeim er hún nú á og heitir Þorsteinn Eyjólfsson, af góðu bændaslekti kominn, hann sjálfur góður smiður, verkmaður og prýðismaður í allri framgengni, svo sú gifting fór öllu betur en Vigfúsar bróður hennar ,, Sannleikurinn er sá, að Karítas var ætlað miklu veglegra gjaforð en bóndason úr Mýrdalnum. Hjónaband Karítasar Jónsdóttur Scheving og Þorsteins Eyjólfssonar varð hinsvegar mjög farsælt og áttu þau 9 börn, hér talin í aldursröð:
Ólöf Þorsteinsdóttir f. 1770, hennar maður var Ólafur Jónsson f. 1768 bóndi í Breiðuhlíð. Þórunn Þorsteinsdóttir f.1771 fyrri maður hennar var Þorsteinn Þorsteinsson f.1760 bóndi að Hvoli í Mýrdal. Seinni maður hennar var Sigurður Árnason f.1770 bóndi að Steig í Mýrdal. Barnsfaðir Þórunnar var Ketil Þorsteinsson. Guðrún Þorsteinsdóttir f.1776 hennar maður var Loftur Jónsson f.1774 bóndi Ljótarstöðum. Kristín Þorsteinsdóttir f.1779 hennar maður var Nikulás Sigurðsson f.1770 bóndi Laugarnesi. Þorsteinn Þorsteinsson f.1786 bóndi Ketilstöðum og Eystri Sólheimum, hans kona var Elín Jónsdóttir f.1787 Karítas Þorsteinsdóttir f.1788 hennar maður var Jakob Þorsteinsson f.1777 bóndi Neðri . Þórunn Þorsteinsdóttir f.1790 hennar maður var Ólafur Árnason f.1775 bóndi Múlakoti, Fljótshlíð. Guðrún Þorsteinsdóttir f.1792 hennar maður var Árni Þórðarson f.1786 bóndi Garðakoti. Finnur Þorsteinsson f.1794 hann hrapaði til bana í Dyrhólaey 1816, þá 22 ára gamall.Til glöggvunar fyrir Dalselsættingja mína, var Karítas Þorsteinsdóttir dóttir Karítasar Jónsdóttir formóðir okkar. Hún giftist Jakobi Þorsteinssyni frá Neðri Brekkum í Mýrdal og meðal barna þeirra var Þorsteinn Jakobsson f. 1812 bóndi að Fjósum í Mýrdal. Hann kvæntist Helgu Þórðardóttur Thorlacius og eina barn þeirra er upp komst var Guðrún Þorsteinsdóttir f. 1849.
Guðrún Þorsteinsdóttir giftist Hafliða Narfasyni f.1838. Þeirra börn voru:
Þórunn Jakobína 1865 - 1965, hennar maður var Gísli Geirmundsson f. 1874 en þau bjuggu í Vestmannaeyjum.
Guðlaug Helga Hafliðadóttir 1877-1941, hennar maður var Auðunn Ingvarsson bóndi og kaupmaður í Dalseli undir Eyjafjöllum.
Guðrún Hafliðadóttir 1878-1937, hennar maður var Ágúst Benediktsson f.1875 og bjuggu þau að Kiðabergi í Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Hafliðason 1879-1965, kona hans var Ingibjörg Þorsteinsdóttir f.1883. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum þar sem Þorsteinn starfaði sem skósmiður.
Guðrún Þorsteinsdóttir, lést 1881 frá ungum börnum sínum aðeins 32 ára. Hafliði kvæntist aftur Guðbjörgu Jónsdóttur f. 1855 og átti með henni fimm börn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að þessari ættrakningu. Þarna sé ég að hálfbróðir minn Gísli Geir Hafliðason er skyldur þér. Faðir hans var Haflði Gíslason var sonur Þórunnar Jalobínu og Gísla Geirmundssonar. Gísli Geir heitir auðvitað í höfuðið á langafa sínum, sem og frændi hans í Vestmannaeyjum Gísli Geir Guðlaugsson sonur Guðlaugs alþ.m.
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 12:09
Þakka þér Árni. Já ég á margt frændfólk í Vestmannaeyjum, en þekki það ekki. Þegar Jakobína ömmusystir mín var á lífi var samgangur við hana og hennar börn. Þetta var fyrir tíma ættarmóta en ég hef stundum hugsað að afkomendur Guðrúnar og Hafliða. En kannski langsótt.
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.