Jólasnjór í janúar

Jól í janúar

Í gær kom jólasnjórinn.  Stórar snjóflyksur svifu rólega til jarðar og það birti yfir öllu. Þegar ég kom heim kveikti ég á kertum og sat bara og horfði dáleidd á trén sem svignuðu undan mjúkum snjónum.  Eitthvað nýtt og ferskt lá í loftinu og ró og friður færðist yfir mig.

Ég ákvað að hlusta ekkert á útvarpið. heldur fór í ættfræði grúsk.  Nú er langamma mín í föðurætt Þórunn Björnsdóttir í Hækingsdal í Kjós á borðinu hjá mér.  Þegar því er lokið ætla ég að taka fyrir móðurafa minn Auðun í Dalseli.   Ættfræði er  endalaus uppspretta fróðleiks og til umhugsunar um líf og störf forfeðra okkar.   Ég gat að vísu ekki setið lengi við, því bakið er enn að hrjá mig, þrátt fyrir stífa meðhöndlun Kolbrúnar sjúkraþjálfara.  Hitapokinn er alltaf við höndina og á mánudag mun ég  biðja um myndatöku. 

Nú á ég 26 vini á Fésbókinni og þar af 24 sem eru ættingjar mínir.  Í ættarhóp mínum í móðurætt eru 27 meðlimir og í föðurhópnum 13 meðlimir.  Eins og ég hef áður sagt þurfa ættingjar sem vilja vera í grúppunni ekki endilega að vera í vinahóp mínum.  En þeir þurfa að vera skráðir á Facebook.  Ég vil gjarnan fá fleiri ættingja  af minni kynslóð inn í hópana og hvet þau hér með til að skrá sig á Fésið. Krakkar, koma svo - skrá foreldrana inn !

Annars bara góð í þessu fallega veðri.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband