Sunnudagsblogg í föstuinngangi

 

Afmælisblóm 

Í dag er konudagur og sunnudagur fyrir föstuinngang.  Ég fékk ekki blóm í dag en auðvitað á ég enn blóminn sem ég fékk á föstudagsmorguninn.  Yndislegur blómvöndur með rósum og kóngaliljum og hann mun gleðja mig fram í næstu viku sem kennd er við föstuinngang með bolludegi, sprengidegi og öskudegi.   Það má rekja þessa föstugleði til kaþólsku kirkjunnar og tengist kirkjulegri iðrun.  Menn gengu fram fyrir prest sem dreifði ösku yfir kirkjugesti og var tilgangurinn að afmá syndir viðkomandi. Þeir sem voru hræddir um að fá ekki fyrirgefningu synda sinna, flengdu sig með vendi.   Langafasta var þá tími föstu og hugleiðinga um bætt líferni.  Ekki mátti borða kjöt í föstumánuðinum og haldnar voru kjötkveðjuhátíðir um allan hinn kaþólska heim.  Svo er enn í dag.

Ég mun að sjálfsögðu kaupa bollur í dag, því ég er ekki mjög flink í vatnsdeigsbollu bakstri.  Svo verða bollur í kvöldmatinn annað kvöld.  Ég er ekki búin að ákveða hvort ég verð með fiskibollur eða kjötbollur.  Þá þarf að útvega sér gott saltkjöt fyrir þriðjudaginn og leggja baunir í bleyti.  Kannski þarf ekkert að leggja þessar baunir í bleyti lengur, ég bara geri það af því að mamma gerði það alltaf.   Ég set hvítlauk og beikon í baunasúpuna, nokkuð sem mamma hefði aldrei gert en mér finnst gott.  Eftir þessa veisludaga á maður náttúrlega að borða eingöngu fisk fram að páskum , en ég klikka alltaf á því. 

Farin út að kaupa bollur og saltkjöt Smile

Karnival í Rio

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband