6.3.2009 | 22:00
Brjósklos
Þá er búið að finna út hvað er að bakinu mínu. Ég fór sem sagt til sérfræðingsins og hann sendi mig í segulómun og röntgen. Honum fannst þessar myndir úr tölvusneiðmyndartækinu ekki ná yfir allt bakið. Niðurstaðan úr þessari segulómun er, að ég er með stórt brjósklos milli 2 og 3 lendarliðar. Þessi elskulegi læknir sendi mér póst um niðurstöðuna í dag og hringdi svo í kvöld heim til mín. Hann vill láta fjarlægja það og tæknin í dag er víst orðin svo mikil að taugaskurðlæknar gera gat á bakið og búmmm ! farið ! Sérfræðingurinn minn gerir ekki þessa aðgerð sjálfur en ætlar að senda beiðni til taugaskurðlæknis um að taka við mér. Eftir að hafa verið frekar heilsuhraust alla tíð er skrýtið að vera að ganga á milli lækna í margar vikur. Eitthvað svo óraunverulegt. En verkirnir eru svo sannarlega raunverulegir og þreytandi.
Ég nenni ekki að tala meira um þetta, en fannst ágætt að setja þetta hér niður á bloggið mér til minnis um dagsetningar upp á seinni tíma.
Set hér inn mynd af ömmudrengjunum mínum. Hún gleður mig í hvert sinn sem ég skoða hana.
Athugasemdir
Gangi þér vel! Tókst að brjóta í mér hryggjarlið fyrir mörgum, mörgum árum og komst þá að því hvað bakið er óskaplega mikið lykilatriði í nánast öllu sem við gerum. Hefði aldrei grunað það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 23:30
Takk Anna mín - og gangi þér vel í forvalinu.
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 7.3.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.