10.7.2009 | 10:08
Ættfræði - framætt Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur
Hér rek ég framætt móðurömmu minnar, Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur f. 1877-1941 frá Sverri Sigurðarsyni Noregskonungi.
Sverrir konungur var sonur Sigurðar ,, munns,, Haraldssonar, Noregskonungs og Gunnhildar Sigurðardóttur. Afi Sverris var Haraldur ,,gilli,, Noregskonungur, Magnússonar, ..berfætts,, Ólafssonar Noregskonungs.
1. Sverrir Sigurðarson Noregskonungur f. um 1157-4.3.1202
m. Ástríður Hróarsdóttir ( Astrid Roesdatter) hjákona.
2. Hákon Sverrisson Noregskonungur f. um 1178
m. Inga frá Vartegi
3. Hákon Hákonarson (hinn gamli) Noregskonungur f.um 1204-14.12.1263
m. Kanga hin unga (hjákona)
4. Cecilía Hákonardóttir, síðar drottning Manar og Suðureyja ( um 1248)
m. Herra Gregorius (Gregorius Andresson) riddari. lenndur maðr. f.um 1200
5. Sigríður Gregoríusdóttir, kanslara og barónsfrú í Noregi f. 1240
m. Gauti Erlingsson, kanslari Noregs og barón af Tolga
6. Hákon Gautason, hirðmaður á Refi í Noregi (um 1260-1304)
m.Hólmfríður Erlingsdóttir, húsfrú á Refi
7. Margrét Hákonardóttir, prófastfrú í Björgvin í Noregi f. 1285
m. Þorsteinn (míta) Hallgrímsson, prófastur við Postulakirkjuna í Björgvin
8. Öndundur Þorsteinsson, að öðru leiti óþekktur f. 1315
9. Hólmfríður Öndundardóttir, húsfreyja á Dal í Rennisey, gift 2.6.1366
m. Ingimundur Óþyrmisson, bóndi í Dal á Reynnisey á Rogalandi
10. Guðríður Ingimundardóttir, hirðstjórafrú á Strönd í Selvogi fædd í Noregi 1374
m. Vigfús Ívarsson (Hólm) hirðstjóri 1390-1413 fæddur 1350-1402
11. Margrét Vigfúsdóttir, húsfreyja á Möðruvöllum, f.1406-1486
m. Þorvarður Loftsson,,ríki,, höfðingi og stórbóndi á Möðruvöllum f.1410-1446
12. Guðríður Þorvarðardóttir, sýslumannsfrú í Teigi í Fljótshlíð og Strönd f. 1440
m. Erlendur Erlendsson, sýslumaður í Rangárþingi f. um 1430-1495
13. Vigfús Erlendsson, hirðstjóri og lögmaður að Hlíðarenda í Fljótshlíð f.1466
m. Guðrún Pálsdóttir, húsfreyja að Hlíðarenda f. 1480
14. Guðríður Vigfúsdóttir, húsfreyja í Ási, Holtum f. 1495-1570
m. Sæmundur ,,ríki,, Eiríksson, Lögréttumaður í Ási, Holtum f. 1480-1552
15. Guðrún Sæmundsdóttir, húsfreyja á Hlíðarenda í Fljótshlíð f.1520-1596
m. Árni Gíslason, sýslumaður á Hlíðarenda f. 1520-1587
16. Ingibjörg Árnadóttir, húsfreyja á Innra-Hólmi, Akraneshreppi f. 1550-1633
m. Gísli Þórðarson, Lögmaður sunnan og vestan, Innra-Hólmi f. 151545-1619
17. Ástríður Gísladóttir, húsfreyja á Haga, Barðaströnd f.1583-1644
m. Jón ,,eldri,, Magnússon, sýslumaður í Dalasýslu, bjó á Haga. f.1566-1641
18. Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Bæ í Hrútafirði, f.1615-1703
m. Þorleifur Kortsson, lögmaður á Bæ í Hrútafirði. f. 1615-1698
19. Þórunn Þorleifsdóttir, húsfreyja á Möðruvöllum f.1655-1696
m. Lauritz Hanson Scheving, Sýslumaður í Vaðlaþingi, bjó á Mörðuvöllum. f.1664-1722
20. Hannes Lauritzson Scheving, Sýslumaður á Munkaþverá í Eyjafirði. f. 1694-1726
m. Jórunn Steinsdóttir, biskups, húsfreyja að Munkaþverá f. 1699-1775
21. Þórunn Hannesdóttir Scheving, húsfreyja á Reynistað í Skagafirði f. 1718-1764, giftist síðar Jóni Steingrímssyni, ,,eldpresti,,
m. Jón Vigfússon, Klausturhaldari á Reynistað í Skagafirði f. 1705-1752
22. Karítas Jónsdóttir Scheving, húsfreyja að Vatnsskarðshólum í Mýrdal f.1750-1800
m. Þorsteinn Eyjólfsson, bóndi að Vatnsskarðshólum f. 1746-1834
23. Karítas Þorsteinsdóttir, húsfreyja að Brekkum í Mýrdal f. 1788-1844
m. Jakob Þorsteinsson, bóndi að Brekkum III í Mýrdal f. 1778-1851
24. Þorsteinn Jakobsson, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1812-1855
m. Helga Þórðardóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1815
25. Guðrún Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Fjósum í Mýrdal f. 1849-1881
m. Hafliði Narfason, bóndi í Fjósum í Mýrdal f. 1838-1895
26. Guðlaug Helga Hafliðadóttir, húsfreyja í Dalseli, Eyjafjallahr. 1877-1941
m. Auðunn Ingvarsson, kaupmaður og bóndi í Dalseli f. 1869-1961
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.