Kuldaboli

Arininn minn

Ţessa daganna er ískalt á landinu bláa.  Ţađ er kalt í vinnunni og heima finn ég fyrir gólfkulda í gegnum parketiđ, og hugsa međ söknuđi til ćskudaganna ţegar allt var teppalagt í hólf og gólf. Seinna ţótti ţađ vera heilsuspillandi ađ vera međ teppi á gólfum, kannski bara áróđur frá framleiđundum annarra gólfefna. Mér fannst ţađ samt alltaf svo notalegt.   Ég veit svo sem ekki hvađ ég er ađ kvarta yfir smá gólfkulda, ţegar ofnarnir eru funheitir og hćgt  hafa opna glugga til ađ fá ferskt loft í 10 stiga frosti.  Svo get ég alltaf kveikt upp í arninum og geri ţađ hiklaust núna.

Ég get aldrei hćtt ađ dásama hitaveituna.  Okkur íslendingum hćttir til ađ gleyma ţví hvađ húsin okkar eru hlý og vel byggđ. Tökum ţví bara sem sjálfsögđum hlut.  Ţegar ég bjó í Osló á sínum tíma, átti ég verst međ ađ venjast kuldanum í húsunum ađ vetri til.  Ţar var rafmagnskynding og ofnarnir hituđu bara fimmtíu sentímetra frá sér.  Ég fór í stilllongs ţegar ég kom heim á kvöldin og skreiđ uppí rúm um níuleitiđ međ rautt nef.  Bretland er hálfu verra.  Pubbarnir ţar (Public House) hafa ţjónađ ţeim tilgangi í árhundruđ ađ vera samkomustađur fyrir almenning sem gat ekki veriđ  heima hjá sér fyrir kulda.  Nú berast fréttir af ţví ađ gamalt fólk í Bretalandi deyi úr kulda á heimilum sínum.  Ţađ finnst mér hrikalegt.

Viđ hugsum allt of sjaldan um ţađ  hvađ viđ erum lánsöm ađ eiga ţessa óţrjótaandi orku sem heita vatniđ er. Ţvílík framsýni sem ţađ var á sínum tíma ađ koma ţví í framkvćmd ađ nýta  hana til húshitunar um allt land.  Viđ göngum nú í gegnum  miklar efnahags ţrengingar og erum áhyggjufull um framtíđina.  En gefum okkur líka tíma til ađ ţakka fyrir ţađ sem viđ höfum.  Hugsum um ţessa miklu orku sem viđ eigum og ađrar ţjóđir öfunda okkur af.  Vonandi berum viđ gćfu til ađ umgangast auđlindir okkar skynsamlega og nýta tćkifćrin sem bjóđast til ađ fá inn ţćr tekjur sem ţjóđarbúiđ ţarf svo sárlega á ađ halda nú til ađ rétta okkur viđ.

nesjar


Friđrik Hansson frá Hćkingsdal

Langafi minn Friđrik Hansson frá Hćkingsdal

Eins og ég sagđi frá í síđast pistli um Ţórunni Björnsdóttur langalangömmu mína, fluttist hún frá Hćkingsdal í Kjós 1869 međ yngstu drengina sína.  Friđrik Hansson langafi minn var ţá ţriggja ára og ólst upp međ móđur sinni og bróđur í Kaldárseli viđ Hafnarfjörđ.  Hann var á sautjánda ári ţegar móđir hans lést og hefur ţví ţurft ađ sjá um sig sjálfur eftir ţađ.  Ekki veit ég mikiđ um ţessi fyrstu ár hans eftir ađ hann fer frá Kaldárseli en hann gerđist brátt stýrimađur á skútum en eftir ađ hann flutti til Reykjavíkur varđ hann kjalfattari ađ ađalstarfi.  Friđrik var rúmlega tvítugur ţegar hann kynntist Elínu Árnadóttur frá Hlíđ í Selvogi f. 1856 sem var tíu árum eldri en hann.  Ţau giftust ekki, en áttu saman tvö börn sem tekin voru í fóstur.  Ţau voru Hans Friđriksson f. 1888 - 1909 alin upp í Götu í Selvogi og Ţórunn Friđriksdóttir f. 1889 - 1975 amma mín.  Hún var alin upp ađ Vogsósum í Selvogi sem eitt af börnum hjónanna ţar.  Elín móđir ţeirra hélt ţó ávalt sambandi viđ börnin sín.   Friđrik kvćntist Jónínu Björg Jónsdóttur f. 1877 og áttu ţau níu börn saman.  Ţau eru:

Friđjón Friđriksson f. 1909 - 1930 háseti á flutningaskipi, hvarf í Oporto í Portugal

Dagmar Friđriksdóttir f. 1910 - 1979, húsfreyja í Reykjavík

Gyđa Jóna Friđriksdóttir f. 1911 - 1979, húsfreyja í Reykjavík

Kjartan Friđriksson f. 1913 - 1996, verkamađur í Reykjavík

Ingunn María Friđriksdóttir f. 1915 - 1987, starfskona á Landakotsspítala

Sigurgeir Friđriksson f. 1916 - 1995, bifreiđasmiđur í Reykjavík

Lilja Guđmunda Friđriksdóttir f. 1917 - 1918

Guđmundur Valdimar Friđriksson 1919- 1920

Vilhjálmur Friđriksson f. 1920 - 1996, Reykjavík

Friđrik og Jónína Björg skildu aldrei ađ lögum en ljóst er ađ hann bjó einn ađ Vesturgötu 51a á efri árum,  eftir ţví sem fađir minn sagđi mér.  Hann hélt góđu sambandi viđ Ţórunni dóttur sína og börn hennar í Ţorkelsgerđi í Selvogi.  Fađir minn sagđir mér ađ ţegar hann sigldi í fyrsta sinn til Danmerkur međ Dronning Alexandrina fylgdi Friđrik afi hans honum um borđ.  Ţórunn amma í Selvogi hélt einnig sambandi viđ hálfsystkini sín sem heimsóttu hana iđulega.  Ég man sjálf vel eftir Gyđu og Vilhjálmi ömmusystkinum mínum og ţótti merkilegt ţegar pabbi kynnti Vilhjálm fyrir mér sem móđurbróđur sinn, en Vilhjálmur var fimm árum yngri en pabbi.

Friđrik Hansson lést í Reykjavík 23. apríl 1948


Ţórunn Björnsdóttir í Hćkingsdal

Lífshlaup langalangömmu minnar Ţórunnar Björnsdóttur í Hćkingsdal í Kjós hefur veriđ mér umhugsunarefni.  Ekki síst ţegar ég sit á pallinum í sumarbústađnum okkar í Kjósinni og horfi í átt ađ Hćkingsdal, ţar sem hún bjó meirihluta ćfi sinnar.

Ţórunn Björnsdóttir var fćdd 26 júlí 1821 ađ Hestţingum í Borgarfirđi. Foreldrar hennar voru Björn Ţorleifsson f. 1784 bóndi ađ Eyri í Flókadal og Guđrún Sigurđardóttir f. 1799 ađ Varmalćk, Borgarfirđi.  Ţórunn giftist ung Ólafi Guđmundssyni f. 1819 bónda ađ Hćkingsdal í Kjós og átti međ honum ţrjú börn.  Dćtur ţeirra Guđrún f. 1847 og Guđrún f. 1849 létust báđar á fyrsta ári.  Sonur ţeirra er upp komst var Björn Ólafsson f. 1848 síđar bóndi ađ Skálabrekku í Ţingvallasveit.

Eftir ţriggja ára hjónaband lést Ólafur og Ţórunn fékk sér ráđsmann.  Ţađ var Hjörtur Ţorsteinsson f. 1818 frá Efra Apavatni í Grímsnesi.  Ţórunn giftist síđar Hirti og saman áttu ţau fjögur börn, en ţau voru:  Ólöf Sigríđur f. 1851 en hún lést ađeins tvítug ađ aldri.  Guđrún f. 1854 en hún bjó lengst af ađ Reykjavíkurvegi 19 í Hafnarfirđi ásamt Ólafi manni sínu.  Ţorsteinn f. 1855 látinn sama ár og Margrét f. 1856 d. 1909.   Eftir sex ára hjónaband lést Hjörtur mađur hennar og stóđ hún ţá uppi ekkja í annađ sinn, ţá ţrjátíu og fimm ára gömul međ fjögur börn, ţađ yngsta á fyrsta ári.

Ţá er ţađ, ađ mágur hennar Hans Ţorsteinsson f. 1815, bróđir Hjartar frá Efra Apavatni kemur til hennar sem ráđsmađur.  Fór svo ađ hún giftist Hans og átti međ honum ţrjú börn.  Ţau voru Guđný Katrín f.1859 en hún lést ung.  Hjörtur f. 1863 og Friđrik f. 1866 langafi minn.   Áriđ 1869 er yngsta barn hennar Friđrik var ţriggja ára lést Hans mađur hennar.   Ţegar hér er komiđ sögu  hefur henni fundist nóg komiđ af búskap og seldi hún Hćkingsdal og flutti ađ Kaldárseli viđ Hafnarfjörđ međ yngstu drengina.

 Ţórunn lést í Kaldárseli 20 febrúar 1883, sextíu og tveggja ára gömul.   Til er mannlýsing af Ţórunni í bókinni Kjósarmenn og henni er lýst sem óvenjulega kjarkmikilli konu og var hún mjög ásjáleg og öllum ógleymanleg sem henni kynntust.  Ţegar ég sit á pallinum í bústađnum okkar í Kjósinni og horfi í átt til Hćkingsdals, hugsa ég um lífshlaup Ţórunnar langalangömmu minnar.   Hćkingsdalur er kostajörđ međ Laxá viđ túnfótinn og mikiđ beitarland.  Ţar getur samt veriđ snjóţungt á vetrum og á dögum Ţórunnar veriđ einangrađur í mesta fannferginu.   Ég dáist ađ vilja hennar til ađ koma börnum sínum til manns og halda áfram búskap ţar til hún hafđi misst ţrjá eiginmenn sína og hlaut ađ yfirgefa Hćkingsdalinn sinn.  Blessuđ sé minning Ţórunnar Björnsdóttur langalangömmu minnar.


Jólasnjór í janúar

Jól í janúar

Í gćr kom jólasnjórinn.  Stórar snjóflyksur svifu rólega til jarđar og ţađ birti yfir öllu. Ţegar ég kom heim kveikti ég á kertum og sat bara og horfđi dáleidd á trén sem svignuđu undan mjúkum snjónum.  Eitthvađ nýtt og ferskt lá í loftinu og ró og friđur fćrđist yfir mig.

Ég ákvađ ađ hlusta ekkert á útvarpiđ. heldur fór í ćttfrćđi grúsk.  Nú er langamma mín í föđurćtt Ţórunn Björnsdóttir í Hćkingsdal í Kjós á borđinu hjá mér.  Ţegar ţví er lokiđ ćtla ég ađ taka fyrir móđurafa minn Auđun í Dalseli.   Ćttfrćđi er  endalaus uppspretta fróđleiks og til umhugsunar um líf og störf forfeđra okkar.   Ég gat ađ vísu ekki setiđ lengi viđ, ţví bakiđ er enn ađ hrjá mig, ţrátt fyrir stífa međhöndlun Kolbrúnar sjúkraţjálfara.  Hitapokinn er alltaf viđ höndina og á mánudag mun ég  biđja um myndatöku. 

Nú á ég 26 vini á Fésbókinni og ţar af 24 sem eru ćttingjar mínir.  Í ćttarhóp mínum í móđurćtt eru 27 međlimir og í föđurhópnum 13 međlimir.  Eins og ég hef áđur sagt ţurfa ćttingjar sem vilja vera í grúppunni ekki endilega ađ vera í vinahóp mínum.  En ţeir ţurfa ađ vera skráđir á Facebook.  Ég vil gjarnan fá fleiri ćttingja  af minni kynslóđ inn í hópana og hvet ţau hér međ til ađ skrá sig á Fésiđ. Krakkar, koma svo - skrá foreldrana inn !

Annars bara góđ í ţessu fallega veđri.

 

 

 

 


Ţórdís í Brćđratungu

Ég minntist á Ţórdísi Jónsdóttur, formóđur mína í umfjöllun minni um Ţórunni Hannesdóttur Scheving og Séra Jón Steingrímsson.  Ţórdís er formóđir fjölda íslendinga, enda átti hún 5 börn er upp komust.  Hún var gerđ ódauđleg, sem Snćfríđur Íslandssól,  af Halldóri Laxness í Íslandsklukkunni , er kom út áriđ 1943.  Nú geta allir flett upp í Íslendingabók og skođađ ţar, í hvađa liđ ţeir eru skyldir Ţórdísi.

Ţórdís var fćdd 1671 og voru foreldrar hennar Jón Vigfússon, biskup á Hólum f. 1643 og kona hans Guđríđur Ţórđardóttir f. 1645.  Guđríđur móđir hennar var dóttir Ţórđar í Hítardal er upp var á dögum Brynjólfs biskups í Skálholti.   Ţórdís var talin líkt og Ragnheiđur, biskupsdóttir á sínum tíma,  međal göfugasta  og jafnframt dýrasta kvonfangs landsins.  Međ ţví er átt viđ ađ, ţađ voru ađeins stórćttađir menn eđa valdamiklir, sem gátu gert sér vonir um ađ ađ fađir hennar biskupinn, tćki í mál ađ rćđa um  ráđahag.   Dćtur voru nefnilega skiptimynt í valdastétt landsins á ţessum tíma og réttar mćgđir voru ţví  trygging fyrir áframhaldandi áhrifum og völdum.

Ţórdís giftist Magnúsi Sigurđssyni, lögréttumanni í Brćđratungu f.1651.  Hann var kominn af sýslumönnum í beinan karllegg, en langafi hans var hinn mikli höfđingi, Ari Magnússon í Ögri. Magnús var ekkjumađur og tuttugu árum eldri en Ţórdís.   Brćđratungu hafđi hafđi hann fengiđ međ fyrri konu sinni Jarţrúđi Hákonardóttur, dóttur Hákonar Gíslasonar og Helgu í Brćđratungu, en Helga var mikill örlagavaldur í lífi Ragnheiđar Brynjólfsdóttur, biskups. Hjónaband Ţórdísar varđ ekki farsćlt eins og lesa má um í bók Árna Magnússonar, handritasafnara og fór svo ađ hún skildi viđ Magnús ađ lögum.  Hún bjó fyrst í skjóli systur sinnar Sigríđar, sem gift var Jóni biskupi Vídalín í Skálholti og lést 1741.

Langamma mín í föđurćtt Elín Árnadóttir f. 1856, sagđi föđur mínum frá hjónabandi Ţórdísar og Magnúsar og dáđist alltaf ađ henni fyrir ađ skilja viđ hann.  Elín langamma,  kunni ađ rekja ćtt sína til Ţórdísar, en langamma hennar var sonardóttir Ţórdísar. Ţess má geta ađ Elín langamma mín lést áriđ 1941 eđa tveimur árum áđur en Íslandsklukkan kom út.  Fađir minn lifđi ekki ađ sjá Íslendingabók, en ég hef sannreynt ţar, ćttrakningu hans til Ţórdísar í Brćđratungu.

Fyrir ćttingja mína í föđurćtt er ćttrakningin svona:

 Ţórdís Jónsdóttir    Magnús Sigurđsson   
   1671 - 1741   1651 - 8. mars 1707  
Jón Magnússon 1690 - 1755
Sigurđur Jónsson 1725 - 1801
Elín Sigurđardóttir 1759 - 1841
Elín Jónsdóttir 1795 - 1846
Guđrún Pétursdóttir 1820 - 1866
Elín Árnadóttir 1856 - 1941
Ţórunn Friđriksdóttir 1889 - 1975


Karítas Jónsdóttir Scheving - ćttfrćđi

Karítas Jónsdóttir Scheving f.1752 giftist eins og áđur er sagt Ţorsteini Eyjólfssyni f.1746 á Vatnskarđshólum í Mýrdal.  Jón Steingrímsson stjúpfađir Karítasar segir í ćvisögu sinni ađ hún hafi látiđ ,,fallerast,, , og ,,hlaut ţví ađ giftast manni ţeim er hún nú á og heitir Ţorsteinn Eyjólfsson, af góđu bćndaslekti kominn, hann sjálfur góđur smiđur, verkmađur og prýđismađur í allri framgengni, svo sú gifting fór öllu betur en Vigfúsar bróđur hennar ,, Sannleikurinn er sá, ađ Karítas var ćtlađ miklu veglegra gjaforđ en  bóndason úr Mýrdalnum.  Hjónaband Karítasar Jónsdóttur Scheving og Ţorsteins Eyjólfssonar varđ hinsvegar mjög  farsćlt og áttu ţau 9 börn,  hér talin í aldursröđ:

Ólöf Ţorsteinsdóttir f. 1770, hennar mađur var Ólafur Jónsson f. 1768 bóndi í Breiđuhlíđ. Ţórunn Ţorsteinsdóttir f.1771 fyrri mađur hennar var Ţorsteinn Ţorsteinsson f.1760 bóndi ađ Hvoli í Mýrdal. Seinni mađur hennar var Sigurđur Árnason f.1770 bóndi ađ Steig í Mýrdal. Barnsfađir Ţórunnar var Ketil Ţorsteinsson. Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1776 hennar mađur var Loftur Jónsson f.1774 bóndi Ljótarstöđum. Kristín Ţorsteinsdóttir f.1779 hennar mađur var Nikulás Sigurđsson f.1770 bóndi Laugarnesi. Ţorsteinn Ţorsteinsson f.1786 bóndi Ketilstöđum og Eystri Sólheimum, hans kona var Elín Jónsdóttir f.1787 Karítas Ţorsteinsdóttir f.1788 hennar mađur var Jakob Ţorsteinsson f.1777 bóndi Neđri . Ţórunn Ţorsteinsdóttir f.1790 hennar mađur var Ólafur Árnason f.1775 bóndi Múlakoti, Fljótshlíđ. Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1792 hennar mađur var Árni Ţórđarson f.1786 bóndi Garđakoti. Finnur Ţorsteinsson f.1794 hann hrapađi til bana í Dyrhólaey 1816, ţá 22 ára gamall. 

Til glöggvunar fyrir Dalselsćttingja mína, var Karítas Ţorsteinsdóttir dóttir Karítasar Jónsdóttir formóđir okkar.  Hún giftist Jakobi Ţorsteinssyni frá Neđri Brekkum í Mýrdal og međal barna ţeirra var Ţorsteinn Jakobsson f. 1812 bóndi ađ Fjósum í Mýrdal.  Hann kvćntist Helgu Ţórđardóttur Thorlacius og eina barn ţeirra er upp komst var Guđrún Ţorsteinsdóttir f. 1849.

Guđrún Ţorsteinsdóttir giftist Hafliđa Narfasyni f.1838.  Ţeirra börn voru:

Ţórunn Jakobína 1865 - 1965, hennar mađur var Gísli Geirmundsson f. 1874 en ţau bjuggu í Vestmannaeyjum.

Guđlaug Helga Hafliđadóttir 1877-1941, hennar mađur var Auđunn Ingvarsson bóndi og kaupmađur í Dalseli undir Eyjafjöllum.

Guđrún Hafliđadóttir 1878-1937, hennar mađur var Ágúst Benediktsson f.1875 og bjuggu ţau ađ Kiđabergi í Vestmannaeyjum.

Ţorsteinn Hafliđason 1879-1965, kona hans var Ingibjörg Ţorsteinsdóttir f.1883. Ţau bjuggu í Vestmannaeyjum ţar sem Ţorsteinn starfađi sem skósmiđur.

Guđrún Ţorsteinsdóttir, lést 1881 frá ungum börnum sínum ađeins 32 ára.  Hafliđi kvćntist aftur Guđbjörgu Jónsdóttur f. 1855 og átti međ henni fimm börn.


Laugardagsblogg

Ákvađ ađ blogga smá áđur en ég fer á vinnufund sem stendur í allan dag.  Minn tími á netinu er nú eiginlega bara á Facebook.  Ţvílíkt sem ţetta er snjallt. Viđbrögđ ćttingja viđ hópunum sem ég stofnađi ţar eru frábćr.  Snilldin viđ ţetta er líka ađ unga fólkiđ sem kannski vill ekkert vera ađ hafa svona kellingar eins og mig í vinahópnum sínum, er ađ ţau geta skráđ sig í ćttarhópinn án ţess ađ ég ţurfi ađ vera í vinahóp ţeirra. Blush  Ţursabitiđ er ekkert ađ lagast og ég á ađ fara í sjúkraţjálfun á miđvikudaginn, ţetta er frekar óţolandi ástand á skrokknum á mér.  Vonandi ekki merki um mikla hrörnun, og sjálfsagt verđur hćgt ađ laga ţetta.  Sjúkraţjálfarar eru jú sérfrćđingar í klemmdum vöđvum.  Sick  Í vikunni skipti ég á nokkrum Vildarpunktum Flugleiđa á points.com og fékk gjafakort á Amazaon fyrir.  Var snör í snúningum og pantađi 6 diska af Inspector Morse og allt Tomma og Jenna safniđ  fyrir ömmudrengina til ađ horfa á ţegar ţeir eru í heimsókn.  Sá fram á ađ ég vćri ekkert ađ fara til útlanda á nćstunni, svo eins gott ađ nota punktana fyrst ţađ er hćgt svona. Annars góđ.

Tommi og Jenni

 

 

 

 

 

Fésbók og frćndgarđur

facebook

Ég skráđi mig á Facebook fyrir nokkrum mánuđum, en kunni ekkert á ţađ og gleymdi ţví svo.  Dóttir mín er hinsvegar forfallinn notandi samskiptavefsins og ţađ neyddi mig eiginlega til ađ fara ađ grufla í ţessu.  Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ ég er himinlifandi.  Ég hef fundiđ fullt af ungum frćnkum mínum í gegnum dóttur mína og sé fram á ađ frćndfólkiđ haldi tengslum í gegnum ţetta unga flotta fólk.   Ţá get ég fćrt allt sem ég skrifa hér, yfir í nótur á fésbók, frćndum og vinum  til aflestrar.  Ćtla eiginlega ađ skrifa ćttfrćđi í gríđ og erg og vona ađ svo ađ einhver fái áhuga á forfeđrunum. Grin  En í alvöru, ef einhver af frćndfólki mínu les ţetta og er á Facebook, ţá endilega hafiđ samband viđ mig ţar.  Ég ćtla ađ stofna ţar tvćr grúppur fyrir sitthvorn ćttlegg.  Ţiđ finniđ mig undir leitunarnafninu: Gulla.

Ađ öđru.  Ég er enn undirlögđ af ţessu ţursabiti sem ég fékk ţann 2. janúar og finnst bara alveg nóg um hvađ ţetta ćtlar ađ ganga seint til baka.  Sef ekki hálfa nóttina og göngulagiđ eins og hjá erfiđismanni á áttrćđisaldri Sick  

Annars bara ljúf miđađ viđ skollans bakiđ.  Smile

Bakverkurinn

 

 

 

 

St. Jósefsspítali

St.Jósefsspítali

Ég skil ekki hvernig borgarafundurinn í Hafnarfirđi um St. Jósefsspítala gat fariđ fram hjá mér í gćr. Ég hefđi svo sannarlega mćtt á ţennan fund í stađ ţess ađ pakka niđur jólunum.

Eđlilegt er ađ leita leiđa til ađ hagrćđa í heilbrigđismálum hjá ríkinu.  En St. Jósefsspítali er bara ekki alfariđ í eigu ríkisins. Hafnarfjarđarbćr er 15 % eignarađili og ţađ er nú eiginlega grundvallar krafa ađ upplýsa sameigendur sína um ţau áform ađ leggja eigi spítalann niđur í núverandi mynd.  Ekki taka bara einhliđa ákvörđun. Sjálfur Landlćknir vissi ekki um ţessa ákvörđun. Síđast en ekki síst er St. Jósefsspítali vel rekin stofnun. 

Áriđ 1921 var enginn spítali í Hafnarfirđi, en ţađ ár keypti kaţólska kirkjan jörđina Jófríđarstađi og ákvađ ađ reisa ţar spítala og fá Jósefssystur til ađ reka hann.  Guđrjóni Samúelssyni var faliđ ađ gera teikningar og hinn 5. september 1926 var St. Jósefsspítali vígđur.  Frá fyrstu tíđ ráku systurnar ţessa sjúkrastofnun í anda kćrleika og mannúđarstefnu.   Sá andi hefur fylgt St. Jósefssptítala allar götur síđan og breyttist ekkert viđ ađ  ríkiđ og Hafnarfjarđarbćr tóku yfir reksturinn áriđ 1987.  Allir ţeir sem hafa fengiđ ađ kynnast starfsemi St. Jósefsspítal í Hafnarfirđi hafa fundiđ ţennan manneskjulega anda sem svífur ţar yfir vötnum. 

Ég vona ađ heilbriđgisráđherra beri gćfu til ađ endurskođa ákvörđun sína og leyfi St. Jósefsspítala ađ starfa áfram sem spítala eins og til hans var stofnađ fyrir rúmum 80 árum.  


Ađ kveđja jólin

jólatré 08 -

Oftast hef ég tekiđ niđur jólaskrautiđ strax daginn eftir ţrettándann, en aldrei eins seint og nú.  Ţađ er tíundi janúar í dag og ég er ađ taka saman alla fallegu jólahlutina mína og setja niđur í kassa.  Sumir geta ekki beđiđ međ ađ taka niđur ţetta ,, drasl.. en ekki ég.  Ţađ verđur allt svo tómt og hversdagslegt.  Nú finnst mér jafnvel erfiđara ađ pakka jólunum niđur.  Ţegar ađventan gekk í garđ í síđasta mánuđi voru margir ţegar búnir ađ setja upp ljós og skeyta fyrr en venjulega.  Ég líka.  Ţađ var bara ţannig ástand í ţjóđfélaginu ađ ađventan var kćrkomin tími til ađ fá haldreipi í fasmótađa siđi og  venjur.  Ađ allt vćri eins og var áđur.  En nú er komiđ nýtt ár, nýr tími, ný gildi. Ég vona ađ nýtt ár beri í skauti sínu gćfu fyrir okkur öll.  Ađ okkur takist ađ byggja upp sjálfsmynd okkar sem ţjóđar.  Ađ ráđamenn setji í forgang ađ sameina okkur en ekki sundra.  Ađ skjaldborg verđi slegiđ um heimilin í landinu, ţví börnin okkar og barnabörn eiga ţađ skiliđ ađ finna ađ ţau eigi öruggt skjól á viđkvćmasta aldurskeiđi lífsins.

Ég kveđ jólin međ söknuđi, en veit jafnvel ađ ţau koma aftur í desember, međ sinn friđ,  gleđi og ljós.   Ég hlakka til.

Jólaţorpiđ jólaljós í glugga

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband