Ţórunn Hannesdóttir Scheving

Ćvisaga Jóns Steingrímssonar er merkileg heimild samtímamanns um Skaftárelda og móđuharđindin.  Ég glugga stundum í ţá bók og líka fyrir ţađ, ađ eiginkona hans, Ţórunn Hannesdóttir Scheving er formóđir mín.   Jón lýsir hreinskilningslega í bókinni kynnum ţeirra og ástum, en ţau kynntust ţegar Jón gerđist djákni á Reynistađ.   Ţá var Ţórunn gift klausturhaldaranum Jóni Vigfússyni,  sem samkvćmt Jóni Steingrímssyni, barđi konu sína iđulega í drykkjuköstum sínum, en var ljúfur sem lamb ţess á milli. Minnir ţađ óneitanlega á örlög annarrar formóđur minnar í föđurćtt, Ţórdísi Jónsdóttur í Brćđratungu. En hún flúđi ósjaldan undan junkernum Magnúsi í Brćđratungu í Skálholt til systur sinnar, er drykkjutúrar ans stóđu yfir.

Ţórunn Hannesdóttir Scheving var fćdd 28.08. 1718 og var stórćttuđ.   Hún var dóttir Hannesar Lauritsonar Scheving, sýslumanns á Munkaţverá og konu hans Jórunnar Steinsdóttur, biskups á Hólum.  Ţótti mörgum hún hafa tekiđ niđur fyrir sig er hún giftist Jóni Steingrímssyni.Jón Vigfússon lést er Ţórunn bar yngsta barn ţeirra undir belti og  tók Jón Steingrímsson ađ sér ađ hugga hana, ađ ráđi ţjónustustúlku sinnar eins og segir í ćvisögu hans. Ţórunn átti  3 börn međ Jóni Vigfússyni er upp komust. Yngsta barniđ Karítas Jónsdóttir Scheving, sem fćddist eftir dauđa föđur síns, flutti  međ móđur sinni og Jóni Steingrímssyni, suđur ađ Prestbakka eftir giftingu ţeirra. Jón Steingrímsson og Ţórunn Hannesdóttir Scheving eignuđust 5 dćtur saman og er mikill ćttbogi frá ţeim kominn.

Af Karítas Jónsdóttur Scheving er ţađ ađ segja ađ hún giftist Ţorsteini Eyjólfssyni á Vatnskarđshólum. En Jón Steingrímsson segir í ćvisögu sinni ađ hún hafi látiđ ,, fallerast,, međ honum og ţađ hafi valdiđ Ţórunni konu sinni ţungum raunum. En raunir Ţórunnar vegna hinnar ćttgöfugu  Karítasar voru auđvitađ ţćr ađ henni var ćtlađ annađ mannsefni en venjulegan bóndason.  Karítas Scheving var í föđurćtt, komin af Jóni Vigfússyni Hólabiskup f. 1643 og í móđurćtt af Jórunni Steinsdóttur, biskups.  En hjónaband Karítasar og Ţorsteins var farsćlt, og áttu ţau 9 börn, ţar á međal Karítas Ţorsteinsdóttur f. 1788 er giftist Jakobi Ţorsteinssyni á Brekkum.Sonur ţeirra var Ţorstein Jakobsson f.1812 bóndi ađ Fjósum í Mýrdal er kvćntist Helgu Ţórđardóttur Thorlacius.  Ţeirra dóttir var Guđrún Ţorsteinsdóttir f.1849 langamma mín.Ţess má geta ađ Jón Steingrímsson var fćddur 10.09.1728  ef einhver vil rekja sig saman viđ hann.


Aftur til bloggheima

Í dag ákvađ ég ađ fara ađ blogga aftur.  Eftir rúma tvo mánuđi frá ţví ađ ég lokađi blogginu mínu, finn ég ađ ég sakna ţessarar dćgradvalar, sem gaf mér margar ánćgjustundir á síđasta ári.  Ţegar ég lokađi blogginu hurfu allar fćrslurnar mínar og nú byrja ég bara uppá nýtt á nýju ári. Ţó ćtla ég ađ setja inn aftur fćrslurnar um ćttfrćđi og sitthvađ sem ég vildi ekki henda. 

Af mér er helst ađ frétta ađ ég hef haft mikiđ ađ gera í vinnunni og hún tekiđ mest af tíma mínum síđustu tvo mánuđi ársins.  Í miđjum jólaundirbúningi eđa ţann 17 des tókst mér ađ brenna nćrri af mér hendina á heitri feit og ekki í fyrsta sinn.  Ţađ ţýddi ađ ég var frekar fötluđ í öllu sem ţurfti ađ gera.  Var samt búin ađ pakka inn öllum jólagjöfum og skrifa á nokkur kort.  Elskulegur eiginmađur minn stóđ viđ hliđ mér eins og klettur og klárađi kortin og eldhúsiđ varđ hans heimavöllur á einum degi InLove  Jólin liđu í friđi og ró og áramótin einnig.  Ţegar tveir dagar voru liđnir af nýja árinu tókst mér ađ festa mig í bakinu einhvernvegin ţannig ađ ég var óvinnufćr.  Lćknar halda ađ ţetta sé klemmd taug, einhverskonar ,, hekseskud,,  sem leiđir frá mjóbaki niđur í fót.  Ekki akkúrat sem ég ţurfti á ađ halda eftir brunameđferđina á hendinni. Blush  Ég er ţó komin til vinnu og sting viđ fćti og er ađ detoxa mig niđur af Parkótin Forte átinu.  Heilsugćsla Hlíđasvćđis er međ stóran fćl um mig í tölvunni , bara frá 17 des til 2 jan.  

Annars bara góđ á föstudagskvöldi á fyrsta bloggdegi ţessa árs.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband