Aftur til bloggheima

Í dag ákvað ég að fara að blogga aftur.  Eftir rúma tvo mánuði frá því að ég lokaði blogginu mínu, finn ég að ég sakna þessarar dægradvalar, sem gaf mér margar ánægjustundir á síðasta ári.  Þegar ég lokaði blogginu hurfu allar færslurnar mínar og nú byrja ég bara uppá nýtt á nýju ári. Þó ætla ég að setja inn aftur færslurnar um ættfræði og sitthvað sem ég vildi ekki henda. 

Af mér er helst að frétta að ég hef haft mikið að gera í vinnunni og hún tekið mest af tíma mínum síðustu tvo mánuði ársins.  Í miðjum jólaundirbúningi eða þann 17 des tókst mér að brenna nærri af mér hendina á heitri feit og ekki í fyrsta sinn.  Það þýddi að ég var frekar fötluð í öllu sem þurfti að gera.  Var samt búin að pakka inn öllum jólagjöfum og skrifa á nokkur kort.  Elskulegur eiginmaður minn stóð við hlið mér eins og klettur og kláraði kortin og eldhúsið varð hans heimavöllur á einum degi InLove  Jólin liðu í friði og ró og áramótin einnig.  Þegar tveir dagar voru liðnir af nýja árinu tókst mér að festa mig í bakinu einhvernvegin þannig að ég var óvinnufær.  Læknar halda að þetta sé klemmd taug, einhverskonar ,, hekseskud,,  sem leiðir frá mjóbaki niður í fót.  Ekki akkúrat sem ég þurfti á að halda eftir brunameðferðina á hendinni. Blush  Ég er þó komin til vinnu og sting við fæti og er að detoxa mig niður af Parkótin Forte átinu.  Heilsugæsla Hlíðasvæðis er með stóran fæl um mig í tölvunni , bara frá 17 des til 2 jan.  

Annars bara góð á föstudagskvöldi á fyrsta bloggdegi þessa árs.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband