Kuldaboli

Arininn minn

Þessa daganna er ískalt á landinu bláa.  Það er kalt í vinnunni og heima finn ég fyrir gólfkulda í gegnum parketið, og hugsa með söknuði til æskudaganna þegar allt var teppalagt í hólf og gólf. Seinna þótti það vera heilsuspillandi að vera með teppi á gólfum, kannski bara áróður frá framleiðundum annarra gólfefna. Mér fannst það samt alltaf svo notalegt.   Ég veit svo sem ekki hvað ég er að kvarta yfir smá gólfkulda, þegar ofnarnir eru funheitir og hægt  hafa opna glugga til að fá ferskt loft í 10 stiga frosti.  Svo get ég alltaf kveikt upp í arninum og geri það hiklaust núna.

Ég get aldrei hætt að dásama hitaveituna.  Okkur íslendingum hættir til að gleyma því hvað húsin okkar eru hlý og vel byggð. Tökum því bara sem sjálfsögðum hlut.  Þegar ég bjó í Osló á sínum tíma, átti ég verst með að venjast kuldanum í húsunum að vetri til.  Þar var rafmagnskynding og ofnarnir hituðu bara fimmtíu sentímetra frá sér.  Ég fór í stilllongs þegar ég kom heim á kvöldin og skreið uppí rúm um níuleitið með rautt nef.  Bretland er hálfu verra.  Pubbarnir þar (Public House) hafa þjónað þeim tilgangi í árhundruð að vera samkomustaður fyrir almenning sem gat ekki verið  heima hjá sér fyrir kulda.  Nú berast fréttir af því að gamalt fólk í Bretalandi deyi úr kulda á heimilum sínum.  Það finnst mér hrikalegt.

Við hugsum allt of sjaldan um það  hvað við erum lánsöm að eiga þessa óþrjótaandi orku sem heita vatnið er. Þvílík framsýni sem það var á sínum tíma að koma því í framkvæmd að nýta  hana til húshitunar um allt land.  Við göngum nú í gegnum  miklar efnahags þrengingar og erum áhyggjufull um framtíðina.  En gefum okkur líka tíma til að þakka fyrir það sem við höfum.  Hugsum um þessa miklu orku sem við eigum og aðrar þjóðir öfunda okkur af.  Vonandi berum við gæfu til að umgangast auðlindir okkar skynsamlega og nýta tækifærin sem bjóðast til að fá inn þær tekjur sem þjóðarbúið þarf svo sárlega á að halda nú til að rétta okkur við.

nesjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband